Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, ráðunautur hjá RML.
Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, ráðunautur hjá RML.
Mynd / úr einkasafni
Fréttir 1. júlí 2019

Nærtæk sóknarfæri með ung- og alikálfa

Höfundur: smh
Á ráðunautafundi Ráðgjafar­miðstöðvar landbúnaðarins (RML) og Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri á dögunum fór Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, ráðunautur hjá RML, yfir stöðu og horfur í íslenskri nautakjötsframleiðslu og um möguleg sóknarfæri í greininni. Hún benti til dæmis á það hvort það mætti ekki huga meira að kálfakjötsmarkaði, með því að setja kálfana nýfædda í eldi fremur en í sláturhús.
 
„Já, þetta var eitt af því sem ég benti á,“ segir Jóna um þennan sóknarmöguleika. „Þegar maður skoðar hversu margir kálfar fara nýfæddir í sláturhús vakna spurningar hvort bændur ættu ekki að skoða meira þann möguleika að spila meira á kálfakjötsmarkaðinn. Það er auðvitað dýr framleiðsla en það fæst líka verðmætt gæðakjöt í staðinn.“ 
 
Sóknarfæri háð góðri markaðssetningu
 
Jóna beinir sjónum að tveimur kálfaflokkum; ungkálfar, nýfæddir mjólkurkálfar, og alikálfar sem er slátrað innan við ársgömlum. Á bilinu 1.200 og 1.500 ungkálfum er slátrað nýfæddum árlega, sem gætu skilað 300–400 tonnum af skrokkum miðað við meðalfall ef þeir yrðu settir í eins til tveggja ára eldi. Sóknarfærin fyrir alikálfana eru að mati Jónu háð því að markaðssetning yrði mjög öflug, því slíkt eldi sé mjög dýrt. Hún áætlar fallþunga skrokkanna um 80–100 kíló og gerðarflokkar frá O- til P-, sumsé mest í lægri flokkum. Um 160 alikálfum var slátrað á síðasta ári.
 
Nokkur heilræði fyrir betra nautkálfaeldi
 
Jóna leggur til nokkrar ábendingar til framfara við eldi íslenskra nautkálfa. Mikilvægt sé að huga að því að nægt pláss sé, því plássleysi sé almennt vandamál og geti dregið úr fóðurnýtingu. Vanda skuli hönnun húsa og gott sé að láta gripi fylgjast að allan eldistímann. Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að kálfarnir drekki nægt vatn og setur spurningarmerki við það að fóðrun hafi almennt batnað. Hún leggur til að eldi verði hraðað og slátrað sé 18–20 mánaða frekar en 24 mánaða, þó þannig að lágmarksfall verði alltaf 250 kíló. Vænlegra gæti verið að hafa minni hópa, tíðari slátrun og meiri veltu gripa í gegnum húsið. Þannig geti verið mögulegt að ná 20–25 prósent fleiri gripum í sláturstærð og það geti minnkað þörf á viðahaldsfóðri.
 
Víða pottur brotinn í holdanautaeldi
 
Jóna telur að víða sé pottur brotinn í eldi holdagripanna, þar sem holdablendingarnir séu lítið þyngri en Íslendingarnir og ljóst að þar þurfi bændur að taka ýmis atriði til endurskoðunar. 
 
Í lok erindis síns vék Jóna máli sínu að möguleikum markaðs­setningar, þar væru nokkur atriði sem væru þess virði að gefa gaum. 
 
Hún nefndi möguleikana á heimtöku og eigin markaðssetningu, einnig fyrirbærinu REKO – þar sem bændur geti átt í milliliðalausum viðskiptum við neytendur í gegnum Facebook, mikilvægi markaðssetningar á staðbundnum matvælum sem innlegg í loftslagsumræðuna og að grasfóðrun hefði jákvæða ímynd fyrir gæði afurðanna og vegna dýravelferðar. Þá skipti framsetning kjötafurðanna máli og hlusta þyrfti eftir röddum neytenda og matreiðslumanna – en einnig eftir óskum þeirra sem væru  óreyndir í eldhúsinu. 
 
Að lokum nefndi hún möguleikann á markaðssetningu á kjöti af kvígum í meira mæli vegna mögulegs offramboðs kvígna til ásetnings. Kjöt af þeim væri meyrara en af nautum – svipað uxakjöti.
Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...