Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Monsanto hafnar 62 milljarða dollara tilboði
Fréttir 7. júní 2016

Monsanto hafnar 62 milljarða dollara tilboði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þýska lyfja- og efnafyrirtækið Bayer bauð fyrir nokkrum dögum  62 milljarða bandaríkjadali í reiðufé eða jafngildi 7,749 millj­arða íslenskra króna í fræ- og efnaframleiðslufyrirtækið Monsanto.

Monsanto hafnaði boðinu og segir það of lágt. Í yfirlýsingu frá Monsanto segir að þrátt fyrir að tilboðið hljómi hátt sé það langt undir raunverulegu markaðsvirði fyrirtækisins. Í yfirlýsingunni segir einnig að fyrirtækið sé enn falt fáist viðeigandi verð fyrir það. 

Ef af sameiningu Bayer og Monsanto verður, verður Bayer stærsta lyfja-, fræ- og efnaframleiðslu og sölufyrirtæki í heimi. Fyrirtækið yrði til dæmis ráðandi á markaði fyrir getnaðarvarnapilluna, og með yfirtökunni yrði til stærsta fyrirtæki í heimi sem býður erfðabreytt fræ og varnarefni í landbúnaði. Fyrr á þessu ári gerði Monsanto tilboð í svissneska lyfja- og fræframleiðandann Syngenta en missti af kaupunum þar sem China National Chemical bauð betur. Í framhaldi af þeim kaupum sameinuðust svo efnafyrirtækin Dow og DuPunt í eina sæng.

Fyrirtækin sem um ræðir ráða um 90% af allri fræsölu í heiminum og eiga réttinn á nánast öllu erfðabreyttu á markaði í dag, maís, soja og bómull.

Monsanto framleiðir einnig Round Up, sem er mest selda plöntueitur í heimi. 

Skylt efni: viðskipti | Bayer | Monsanto

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...