Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mjólkursamsalan vísar til áfrýjunarnefndar samkeppnismála
Fréttir 22. september 2014

Mjólkursamsalan vísar til áfrýjunarnefndar samkeppnismála

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í yfirlýsingu frá MS vegna útskurðar Samkeppnisyfirlitsins segir að mjólkin hafi verið verðlögð í samræmi við opinbera verðskrá og öll framkvæmd á viðskiptum með mjólk í lausu máli var í samræmi við búvörulög og samkeppnislög

Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í dag um að verðlagning á mjólk í lausu máli til fyrirtækjanna Mjólku og Kú standist ekki samkeppnislög, kemur Mjólkursamsölunni mjög á óvart. 

Fyrirtækið telur sig í einu og öllu hafa farið að búvörulögum og samkeppnislögum í starfsemi sinni og telur að ekkert í gögnum málsins bendi til annars.  Hér er um að ræða ólíka túlkun fyrirtækisins og Samkeppniseftirlitsins á skilmálum búvörulaga og samkeppnislaga. Niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins verður þegar í stað áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.


Mjólkursamsalan, sem er félag í beinni og óbeinni eigu kúabænda á Íslandi, bendir á að í úrskurðinum eru lögð að jöfnu tvenns konar ólík viðskipti.  Annars vegar er um að ræða sölu á mjólk í lausu máli til óskylds aðila, fyrirtækisins Kú, í samræmi við verðskrá sem ákveðin er af verðlagsnefnd búvöru.  Hins vegar miðlun á mjólk í framleiðslusamstarfi milli Mjólkursamsölunnar, Kaupfélags Skagfirðinga og Mjólku sem er dótturfélag kaupfélagsins. Samkeppniseftirlitið hafði þegar skilgreint þessi þrjú síðarnefndu fyrirtæki sem einn viðskiptaaðila við samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Mjólku 2009. 

Mjólkursamsalan hefur talið að sá úrskurður skilgreini réttarstöðu félagsins í þessu máli.

Svo virðist að með þessum stjórnsýsluúrskurði hafi Samkeppniseftirlitið ákveðið að láta reyna á lagagrein í búvörulögum sem heimilar samvinnu og samstarf fyrirtækja í atvinnugreininni með það markmið að ná fram hagræðingu neytendum til hagsbóta. Þetta er í raun undanþáguheimild frá afmörkuðum ákvæðum samkeppnislaga.

Hagur neytenda hefur síðan verið tryggður með því að fyrirtækin, sem þannig mega starfa saman, hafa ekki sjálf vald yfir verðlagningu eigin framleiðslu.  Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað og opinberlega lýst andstöðu sinni við þessa lagagrein og þannig að mati fyrirtækjanna, sem hlut eiga að máli, reynt að hafa áhrif á löggjafann.  Fyrirtækin telja sig hins vegar í einu og öllu hafa starfað í samræmi við þann lagaramma sem fyrirtækjunum er settur í búvörulögum og samkeppnislögum.   


Niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem kynnt var í dag, verður vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála eins og að framan segir. Mjólkursamsalan mun ekki tjá sig efnislega um málið að öðru leyti en því sem fram kemur í áfrýjunarferlinu.
 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...