Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þak skálans fauk af að hluta og hætt er við að viðkvæmar plöntur hafi skemmst.
Þak skálans fauk af að hluta og hætt er við að viðkvæmar plöntur hafi skemmst.
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Fréttir 6. apríl 2020

Miklar skemmdir hjá Garðyrkjuskólanum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miklar skemmdir urðu á garðskála Garðyrkjuskólans á Reykjum í óveðrinu sem gekk yfir landið um helgina. Þak skálans fauk af að hluta og hætt er við að viðkvæmar plöntur hafi skemmst.

Guðríður Helgadóttir, starfsmenntanámsstjóri Garðyrkjuskólans á Reykjum, segir að skemmdir á þaki gróðurskálans sem er miðja skólans séu miklar. „Skemmdirnar eru meiri en við höfum séð í svona foki áður, ekki síst vegna þess að við höfum ekki lent í þessu á þessum tíma áður.“

Plastveggur sem snýr að matsal skólana fauk inn og hangir niður og inn í skálann.

Viðkvæmur gróður í hættu

„Í skálanum er mikið af viðkvæmum plöntum, eins og plómur, ferskjur og eplatré og annarskonar gróður sem er í blóma núna og því viðkvæmur og gæti hafa skemmst vegna kulda,“ segir Guðríður.

Eftir óveðrið kom rigning og hláka og vonandi hefur það bjargað eitthvað af gróðrinum.

Mánuður þar til endurnýja átti þakið

„Meðal þess sem skemmdist er plastveggur sem snýr að matsal skólans en hann fauk inn og hangir niður og inn í skálann.“

Guðríður segir að plastið í skálanum sé hálfgerður bútasaumur og beri þess merki að bætt hafi verið í skemmdir eftir þörfum. „Hugmyndin var að fara í framkvæmdir við þakið nú í vor. Eftir margra ára baráttu við að fá fjármagn í verkið fékkst það loksins í gegn fyrir um þremur árum síðan. Skemmdirnar núna eru það miklar að nú erum við að skoða það að flýta endurbyggingu skálans, í stað þess að fara í enn einn bútasauminn. 

Einnig urðu talsverðar skemmdir á blómaskeytingastofu skólans vegna þess að hurðin á henni fauk upp og snjó skóf inn.“

Mikið af snjó skóf inn í blómaskreytingastofu skólans.

Milljóna tjón
„Mig minnir að þegar fauk hjá okkur fyrir jól hafi reikningurinn verið rúmar tvær milljónir og áætla má að viðgerðir á núverandi skemmdum gætu kostað á bilinu 5 til 6 milljónir króna. Það er því vonandi hægt að fara bara strax í fyrirhugaða endurbyggingu,“ segir Guðríður Helgadóttir hjá garðyrkjuskólanum.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...