Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mest hætta af innflutningi lifandi dýra, húsdýraáburði og ferðamönnum
Mynd / BBL
Fréttir 2. maí 2019

Mest hætta af innflutningi lifandi dýra, húsdýraáburði og ferðamönnum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Halldór Runólfsson, fyrrverandi yfirdýralæknir og skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, segir óhjákvæmilegt að Alþingi samþykki í öllum meginatriðum frumvarp til laga um dýrasjúkdóma.

Í umsögn vegna frumvarpsins rekur hann áhættuþættina og mótvægisaðgerðir sem gert er ráð fyrir. Hann segir þó jafnframt að Ísland hafi staðið frammi fyrir því að ef matvælalöggjöf ESB yrði ekki innleidd með viðunandi hætti, þá væri hætta á því að ESB gerði fisk frá Íslandi að þriðju ríkja vöru. 

Verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri

„Því varð að fórna minni hagsmunum fyrir meiri og þessi áhætta er í raun enn til staðar, ef ofangreint frumvarp nær ekki fram að ganga,“ segir Halldór m.a. í umsögn sinni. 

Mest hætta varðandi innflutning lifandi dýra

Að mati Halldórs eru áhættustigin samt nokkur. Þar er m.a. um að ræða innflutning lifandi dýra sem hann segir vera mestu áhættuna og nauðsynlegt sé að standa vörð um áframhaldandi bann við innflutningi á lifandi dýrum. 

Líklegt að leyfa þurfi innflutning á húsdýraáburði í frjálsu flæði

Þá nefnir Halldór að innflutningur á húsdýraáburði og rotmassa sem í er húsdýraáburður, sé talinn  næst hættulegastur. Í frumvarpinu sé gert ráð fyrir áframhaldandi banni við  þessum innflutningi.

„En það eru blikur á lofti, því  ESB hefur gefið út nýja  reglugerð um áburð, sem gildir líka um lífrænan áburð, það er að segja um húsdýraáburð og rotmassa. Þar sem Ísland hefur tekið upp samræmdar reglur  um áburð við gildistöku EES-samningsins, þá verðum við að innleiða þessa nýju reglugerð  og leyfa húsdýraáburð í frjálsu flæði, nema að Ísland muni  berjast fyrir að fá ákveðnar undanþágur frá slíku,“ segir Halldór. Hann hefur unnið sérstakt áhættumat  fyrir ráðuneytið um þetta mál og þar er lagt til að Ísland verði að krefjast þess að fá ákveðnar undanþágur frá því að „lífrænn áburður yrði í frjálsu flæði“.

Svínapest gæti borist til landsins með hrápylsum 

Halldór nefnir einnig mikla áhættu sem stafi af ferðamönnum. 

„Smygl á matvælum sem unnin eru úr afurðum af heimaslátruðum  eða villtum dýrum. Sem dæmi má nefna hrápylsur úr villisvínum, þar sem hætta er á að þau hefðu verið sýkt af afrískri svínapest, sem nú breiðist út í Evrópu. Ef þessum pylsum væri hent, þar sem svín á Íslandi kæmust í þær, gæti illa farið og sjúkdómurinn breiðst út hér á landi. Eftirlit með þessu máli á Keflavíkurflugvelli og Seyðisfirði hefur alls ekki verið nægjanlegt,“ segir Halldór. 

Frárennslismál ekki í lagi víða á ferðamannastöðum

Hann telur jafnframt að erlendir ferðamenn geti borið með sér sjúkdómsvaldandi og sýklalyfja-ónæmar bakteríur. Ef frárennslismál eru ekki í lagi, sem er nokkuð víða á landsbyggðinni, þá geta þessar bakteríur borist í dýr og fólk. Sem dæmi nefnir hann að rétt eftir aldamótin 2000 hafi greinst  slíkar bakteríur í frárennsli frá þekktum viðkomustað ferðamanna á Suðurlandi. 

Nauðsynlegt að herða reglur

„Varðandi áhættuna af komu ferðamanna, þá er bráðnauðsynlegt að  innleiða reglugerð (EB) nr. 206/2009 um innflutning ferðamanna á dýraafurðum til einkaneyslu. Það er löngu tímabært að innleiða þessa reglugerð, en það hefur reynst erfitt  meðan hráa kjötsbannið hefur verið í gildi. Með þessari reglugerð verða hertar reglur um eftirlit með farþegum við komu til landsins og þá sérstaklega frá löndum utan EES, svo sem með notkun hunda sérhæfðum í að finna smygl á kjöti og  aukinni notkun á tækjabúnaði til að gegnumlýsa töskur. [...]

Það er einnig áhætta sem fylgir innflutningi á hráu ófrystu kjöti og hráum eggjum og ostum sem eru unnir úr ógerilsneyddri mjólk. En það er í raun og veru ekki ýkja mikill munur á frystu og ófrystu hráu kjöti hvað varðaði sjúkdómsvaldandi  og sýklalyfja-ónæmar bakteríur, nema hvað varðaði alifuglakjöt mengað af kamfýlóbakter,“ segir Halldór m.a. í umsögn sinni. 

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...