Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Meirihluti kúabænda vill halda í kvótakerfið
Mynd / ÁÞ
Fréttir 18. febrúar 2019

Meirihluti kúabænda vill halda í kvótakerfið

Höfundur: Ritstjórn

Yfirgnæfandi meirihluti kúabænda vill halda í kvótakerfi í mjólkurframleiðslunni. Það kemur fram í niðurstöðum atkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfisins sem lauk í hádeginu í dag. Kosningin var rafræn og allt kusu 493 framleiðendur. Tæplega 90% vilja halda kvótakerfinu en rúm 10% sögðust vilja afnema það. Aðeins tveir völdu að taka ekki afstöðu.

Atkvæðagreiðslan fór fram í samræmi við ákvæði gildandi samnings um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar. Hver mjólkurframleiðandi hafði eitt atkvæði án tillits til fjölda aðstandenda að búinu, aðildar  að Bændasamtökum Íslands eða Landssambandi kúabænda.

Á kjörskrá voru 558 innleggjendur og alls greiddu 493 atkvæði eða 88,35%

Atkvæði féllu þannig:

50 eða 10,14% sögðu: Já, ég vil afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu

441 eða 89,41% sögðu: Nei, ég vil ekki afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu

2 eða 0,41% völdu að taka ekki afstöðu.

Í tilkynningu frá Bændasamtökunum segir að niðurstaðan sé stefnumarkandi fyrir fulltrúa bænda við endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar sem fram fer síðar á þessu ári.

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...