Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Á Salone del Gusto hátíðinni í Tórínó voru þessi eplayrki til sýnis úr Bragðörk Slow Food hreyfingarinnar, þar sem fágætar afurðir eru að finna, og mynda snigilinn sem er merki hreyfingarinnar.
Á Salone del Gusto hátíðinni í Tórínó voru þessi eplayrki til sýnis úr Bragðörk Slow Food hreyfingarinnar, þar sem fágætar afurðir eru að finna, og mynda snigilinn sem er merki hreyfingarinnar.
Mynd / smh
Fréttir 6. janúar 2020

Matvæli skulu vera vel gerð

Höfundur: smh
Alþjóðlega Slow Food-hreyfingin fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir. Formlega var hún stofnuð í París þann 21. desember árið 1989 þegar fulltrúar 15 landa skrifuðu undir stefnuyfirlýsingu fyrir hreyfinguna í Opéra Comique leikhúsinu.
 
Hjarta Slow Food-hreyfingar­innar slær þó í Piemonte-héraði á Ítalíu. Í Tórínó, stærstu borg héraðsins, er haldin hin mikla matarhátíð, Salone del Gusto, og Terra Madre annað hvert ár í nafni Slow Food. Rétt suðaustur af Tórínó er bærinn Bra, en þar – og í sveitunum í kring – er hugsjónafólkið fætt og alið upp sem hreyfingin á sínar rætur í. Það sem spyrnti fótum við skyndibitavæðingunni og mótmælti árið 1986 á Spænsku tröppunum í Róm þeim áformum borgaryfirvalda að heimila MacDonald´s að opna þar veitingastað.
 
Í Bra eru höfuðstöðvar alþjóðlegu Slow Food-hreyfingar­innar og þaðan er Carlo Petrini, einn af stofnendum hennar og forseti frá byrjun.  
 
Fjölmörg ört vaxandi verkefni á borði Slow Food
 
Grunngildi Slow Food hafa verið smættuð niður í þrjú ensk orð; „good, clean and fair “ og er mest allt starf hreyfingarinnar leitt af þessum hugtökum. Þau standa fyrir þá hugsjón að matvæli skulu vera vel gerð; góð á bragðið, ómenguð og framleidd á sanngjarnan hátt í allri virðiskeðjunni. 
 
Verkefni Slow Food taka mið af þessum grunngildum og eru í rauninni hjálparstarf á sviði umhverfis- og matvæla­framleiðslumála. 
 
Fræðslumál um matvæli verða málefni næstu ára
 
Carlo Petrini heimsótti Ísland að vori árið 2017 og flutti fyrirlestur í Háskóla Íslands, sem var innblásinn af óréttlátu hagkerfi mat­vælaframleiðslunnar í heiminum. 
 
Í viðtali hér í blaðinu sagði hann að í Róm fyrir meira en 30 árum var einungis verið að andæfa þeirri þróun að matur væri að verða einsleitari. Hreyfingin hefði breyst mikið og væri orðin beittari í baráttunni fyrir því að allir eigi rétt á góðum mat. Hann taldi að þungi starfsins myndi í framtíðinni snúa að fræðslustarfi um matvæli þar sem ungt fólk léki lykil­hlutverk varðandi fram­tíð móður jarðar. Hann sagðist vona að ekki yrði þörf fyrir Slow Food eftir önnur 30 ár; það myndi þýða að þá hefði takmarkinu verið náð. 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...