Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Matvælastofnun hvetur til ábyrgra smitvarna í tengslum við dýr
Mynd / Bbl.
Fréttir 19. júlí 2019

Matvælastofnun hvetur til ábyrgra smitvarna í tengslum við dýr

Höfundur: Ritstjórn

Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er hvatt til að stunda ábyrga hegðun varðandi snertingu við dýr, umhverfi þeirra og afurðir. Tilefnið er skæð E. coli sýking sem kom upp nýlega á bænum Efstadal í Bláskógabyggð og hefur smitað fjölda barna. „Almennt hreinlæti og handþvottur er lykilatriði til að koma í veg fyrir að matvæli og fólk smitist,“ segir á vef Mast.

„Undanfarnar vikur hefur fólk sýkst af eiturmyndandi E. coli (STEC) bakteríu á bænum Efstadal 2 og tengist það heimsóknum á bæinn. Vitað er að E. coli bakteríur lifa í þörmum dýra og eru í öllu umhverfi þeirra og eru almennt meinlausar. Í Efstadal er á ferð einstaklega skæður stofn, E.coli O026 og gæti þessi stofn verið víðar og því ber ætíð að gæta fyllstu varúðar í allri umgengni við dýr og meðferð matvæla í nálægð við dýr. Í þessu felst að þvo sér alltaf um hendur áður en matar er neytt og láta börn þvo sér eftir snertingu við dýr þar sem þau eru gjörn á að setja fingur oft í munn. Sótthreinsun með handspritti ein og sér er ekki nægjanleg, ætíð skal þvo hendur fyrst,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Til þess að sýkja fólk þá þarf bakterían að komast niður í meltingarveg um munn, svo sem með því að borða smituð matvæli eða sleikja óhreinar hendur. Sama á við um aðrar sjúkdómsvaldandi bakteríur sem geta verið til staðar í heilbrigðum dýrum. Vitað er að 60% sýkinga í fólki í heiminum eru súnur, en það eru sjúkdómar sem berast milli manna og dýra. Umgengni við dýr getur haft jákvæð áhrif á heilsu og líðan manna en hafa skal í huga að smitefni getur borist á milli manna og dýra.

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.