Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðhera á ársfundi Bændasamtaka Íslands. Þar sagði hún að það þyrfti að fara í þá vinnu að tryggja þá einstöku stöðu sem við erum með gagnvart búfjársjúkdómum.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðhera á ársfundi Bændasamtaka Íslands. Þar sagði hún að það þyrfti að fara í þá vinnu að tryggja þá einstöku stöðu sem við erum með gagnvart búfjársjúkdómum.
Mynd / HKr.
Fréttir 1. apríl 2019

Matvælalöggjöf Evrópu tekur ekki mið af heilbrigðismálum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Að undanförnu hafa drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um dýrasjúkdóma og matvæli vakið hörð viðbrögð meðal sérfræðinga í sýkla- og veirufræðum sem og hjá bændum. Var þetta einnig til umræðu á ársfundi Bændasamtakanna sem haldinn var í Hveragerði föstudaginn 15. mars, m.a. í ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráherra sem telur matvælalöggjöf Evrópusambandsins um margt gallaða.
 
Í útskýringum með frumvarps­drögunum segir m.a. að á síðustu tveimur árum hafa bæði EFTA-dómstóllinn og Hæstiréttur Íslands staðfest að íslensk stjórnvöld hafi með þessu brotið gegn skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. Þá hafi skaðabótaskylda íslenska ríkisins vegna þessa verið staðfest. Með hliðsjón af því er lagt til með frumvarpi þessu að núverandi leyfisveitingarkerfi verði afnumið.
 
Stjórnvöld sett í erfiða stöðu
 
Í viðtali við Bændablaðið fyrir fundinn Í Hveragerði sagði Katrín að dómurinn setti stjórnvöld auðvitað í mjög erfiða stöðu.
 
„Ég held að það séu allir sammála um það að mikilvægt sé að hleypa ekki EES-samningnum í uppnám. Um leið hefur umræðan breyst að mínu mati mjög mikið og fólk er að átta sig betur á því að matvælalöggjöf Evrópu tekur ekki mið af heilbrigðismálum eins og ég kýs að kalla það. Það er að segja hvað varðar matvælaöryggi og fæðuöryggi eins og við viljum sjá það á tuttugustu og fyrstu öldinni.“
 
Ráðherra leggur áherslur á að reisa nýjar varnir
 
„Það sem ráðherrann [Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra] hefur verið að leggja áherslu á er að það verði reistar nýjar kamfýlóbakter- og salmonelluvarnir. Sömuleiðis hefur hann lagt af stað í verkefni með heilbrigðisráðherra hvað varðar sýklalyfjaónæmi. Ég veit að ráðherrann  mun eiga fundi með Evrópusambandinu um þau mál. 
 
Það sem ég held að staðan kalli á er að við þurftum að bregðast við dómnum. Við þurfum hins vegar líka að fara í þá vinnu sem þarf til að tryggja þá einstöku stöðu sem við erum með gagnvart búfjársjúkdómum.“
 
Smitað svínakjöt flutt til landsins og vottað sem ósmitað af ESB
 
Í síðustu viku birti Matvælastofnun (MAST) frétt um vöktun á sýklalyfjaónæmi í kjöti og dýrum á árinu 2018. Náði skimunin til 900 bakteríustofna. Þar kemur fram að sýklalyfjaónæmi sé til staðar í íslensku búfé en minna en í flestum Evrópulöndum og í sumum tilfellum ekkert. 
 
Ekkert salmonelluónæmi fannst t.d. í alifuglum. Þá fannst ekki MÓSA (methicillin ónæmir Staphylococcus aureus) í svínum hér á landi, en sú baktería hefur breiðst ört út í Evrópu. Hins vegar fundust reyndust tveir salmonellustofnar sem voru ónæmir fyrir sýklalyfjum í svínakjöti á markaði hérlendis. Voru báðir stofnarnir fjölónæmir. 
 
Kjötið var frá Spáni og því hafði fylgt salmonelluvottorð við innflutning. Kjötið var innkallað, en bar vöruheitið Lúxus grísakótilettur. 
 
Getum gert kröfu um að fá einungis ósýkta vöru
 
-Getum við ekki gert þá kröfu varðandi innflutning landbúnaðar­afurða að þær séu framleiddar við sambærilegar kröfur og skylt er að gera hér á landi?
 
„Það er t.d. hægt að gera ákveðna kröfu um að varan sé ekki sýkt. Það hlýtur að vera eitthvað sem stenst EES-samninginn. Þá er bara verið að krefjast sambærilegra heilbrigðiskrafna. Hér á landi er auðvitað mjög mikið eftirlit með því,“ segir Katrín. 
 
„Mín skoðun er sú að þegar við horfum á þessa matvælalöggjöf Evrópusambandsins þá hafi hún ekki tekið mið af þessum breytingum. Hún snýst svo mikið um frjálsa för og hrein viðskipti milli landa og tekur ekki mið af þessum nýju sjónarmiðum sem eru samt ekkert ný fyrir þeim sem hafa verið á kafi í þessum hlutum árum saman. Þau eru hins vegar að koma meira upp á yfirborðið í almennri umræðu meðal neytenda. Það er kannski það jákvæða við þetta mál sem mér finnst að öðru leyti ekki gott. Þessi dómur er auðvitað alveg skelfilegur, en þær jákvæðu afleiðingar sem hann hefur haft er að það sé ákveðin vitundarvakning að verða um þessi mál.
 
Þarna höfum við möguleika á að koma okkar sjónarmiðum að og ég veit að nálgun landbúnaðarráðherrans, sem hefur komið fram á þeim fundum sem hann hefur haldið, er að reyna að verja heilbrigðisstöðu íslensks búfjár. Sömuleiðis að fara í aðgerðir gegn sýklalyfjaónæmi. 
 
Ég held að við séum þar á miklum tímamótum og því mjög mikilvægt að vel takist til. 
 
Við sjáum bara þegar við horfum til íbúa landsins hvað getur gerst ef ekki er varlega farið. Við höfum verið að kljást hér við mislinga sem sýnir að það má svo lítið út af bregða til að við getum misst niður okkar stöðu. Það getur gerst mjög hratt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.  
Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...