Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Matvælafyrirtæki kært vegna skjalafals
Fréttir 2. ágúst 2017

Matvælafyrirtæki kært vegna skjalafals

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur kært matvælafyrirtæki til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, en fyrirtækið er staðsett þar. Rökstuddur grunur er um að fyrirtækið hafi falsað niðurstöður greininga á vatnssýni og reynt með því að blekkja Matvælastofnun sem opinberan eftirlitsaðila.

Á heimasíðu Matvælastofnunnar segir að matvælafyrirtæki eins og hér á við taka sjálf vatnssýni a.m.k. árlega og senda á rannsóknarstofu til greiningar. Niðurstöður greininga eru síðan varðveittar og skoðaðar af eftirlitsmönnum, en fyrirtæki sem þessi eru heimsótt tvisvar til þrisvar á ári af starfsmönnum stofnunarinnar. Málavextir eru þeir að í janúar 2017 fékk fyrirtækið afhentar niðurstöður greininga rannsóknarstofu á vatnssýni sem það hafði sjálft tekið til skoðunar á vatnsgæðum. Niðurstöðurnar sýndu að vatnssýnið stæðist ekki kröfur samkvæmt reglugerð með tilliti til örverutalningar.

Eftirlitsmaður Matvælastofnunar mætti í fyrirtækið 4. júlí sl. og fór þá m.a. fram á að fá til skoðunar nýjustu niðurstöður greininga á vatnssýni. Forsvarsmaður fyrirtækisins sagðist ekki hafa þær handbærar, en sendi stofnuninni síðar sama dag skjal dagsett 12. júní 2017, með niðurstöðum greininga á vatnssýni frá viðurkenndri rannsóknastofu. Þar kom fram að vatnssýni sem fyrirtækið hefði afhent til greiningar uppfyllti kröfur reglugerðar um neysluvatn. Skjalið var á bréfsefni rannsóknastofunnar og undirritað af starfsmanni hennar.

Grunsemdir vöknuðu hjá eftirlitsmanni Matvælastofnunar um gildi skjalsins og hefur rannsóknastofan staðfest að það er ekki gefið út af henni. Forsvarsmaður fyrirtækisins hefur einnig játað að svo er ekki. Matvælastofnun álítur málið alvarlegt og ákvað að kæra það til lögreglu, þar sem hér er að mati stofnunarinnar um að ræða fullframið brot, en skjalafals er brot á almennum hegningarlögum.

Eftir viðræður við forráðamann fyrirtækisins má ætla að vatnssýni sem hann tók í byrjun ársins hafi mengast af sýnatökubúnaði, sem ekki var ætlaður til þeirra nota. Matvælastofnun hefur nú tekið vatnssýni hjá hlutaðeigandi fyrirtæki og reyndist það standast örverufræðileg viðmið um gæði neysluvatns.

Stofnunin vill beina því til forráðamanna matvælafyrirtækja að bregðast strax við ef vatnssýni standast ekki kröfur og grípa þegar til viðeigandi ráðstafana til að tryggja öryggi og gæði matvæla.

Skylt efni: Matvælastofnun | Mast | vatn

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...