Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Söluaukning og ágætis jafnvægi er í kjúklingaræktinni.
Söluaukning og ágætis jafnvægi er í kjúklingaræktinni.
Mynd / Bbl.
Fréttir 9. ágúst 2018

Matfugl stækkar kjúklingabú

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Við erum að horfa til framtíðar,“ segir Sveinn V. Jónsson, fram­kvæmdastjóri Matfugls, en félagið áformar að stækka kjúklingabú sitt að Hurðarbaki í Hvalfjarðarsveit. Þar eru nú um það bil 80 þúsund eldisrými, en hugmyndir Matfugls ganga út á stækkun upp í um 190 þúsund eldisrými.
 
Sveinn segir að unnið sé að umhverfismati  vegna stækkun­arinnar, frummatsskýrsla sé tilbúin og er hún þessar vikurnar í kynningu. „Þetta tekur allt sinn tíma, en við stefnum á að hefjast handa á næsta ári, gætum líkast til byrjað næsta vor,“ segir hann. „Þetta kostar allt umtalsverða fjármuni,“ segir Sveinn spurður út í kostnað við framkvæmdirnar. 
 
Söluaukning og ágætis jafnvægi í greininni
 
Til stendur að byggja fjögur ný hús að Hurðarbaki þar sem Matfugl er með sína starfsemi, um 1.800 fermetrar hvert um sig. Núverandi starfsemi fer fram í tveimur 2.500 fermetra húsum. „Það hefur undanfarin ár verið aukning í sölu og ágætis jafnvægi í greininni, framleiðsla og sala hafa haldist vel í hendur. Við erum með þessum stækkunaráformum að horfa fram í tímann. Fyrirtækið hefur stækkað umtalsvert undanfarinn áratug og við sjáum fram á að svo verði áfram þegar horft er til næstu tíu ára,“ segir Sveinn. 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...