Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Allt er af moldu komið og allt hverfur aftur til moldar.
Allt er af moldu komið og allt hverfur aftur til moldar.
Fréttir 4. júní 2019

Mannslík til moltugerðar

Höfundur: Vilmundur Hansen
Það hljóta að teljast góðar fréttir fyrir grænhausa að stjórnvöld í Washingtonríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku íhuga að leyfa jarðgerð úr mannslíkum í staðinn fyrir hefðbundna greftrun.
 
Stjórnvöld í Washingtonríki samþykktu fyrir skömmu reglur þess efnis að leyfilegt yrði að nota mannslíkama eða mannslík til moltugerðar. Það eina sem vantar upp á að reglurnar, sem kallast recomposition á ensku en endurmyndun á íslensku í lauslegri þýðingu, taki gildi er að ríkisstjóri Washington skrifi undir þær. 
 
Þriðji kosturinn
 
Í umræðum vegna nýju reglnanna kom fram að til þessa væru í raun einungis tveir kostir í boði á Vesturlöndum þegar kæmi að förgun mannslíkama eftir andlátið. Annars vegar greftrun og hins vegar brennsla. Báðar þessar leiðir eru plássfrekar og óhagkvæmar. 
 
Með því að bjóða upp á þriðja kostinn, moltun, er komið til móts við óskir fjölda fólks um að snúa aftur til náttúrunnar og verða þannig hluti af hringrás hennar og næring fyrir gróður jarðar. 
 
Bent er á að til sé fjöldi rannsókna sem sýna hvernig má nýta dýr til moltugerðar og nota þau sem áburð og að ekkert sé því til fyrirstöðu að gera slíkt hið sama við mannsskrokka. 
 
Aðstaða til mannmoltu­gerð­arinnar er tilbúin og sex manns hafa þegar ánafnað líkama sínum til moltugerðarinnar.
 
Umhverfisvæn aðferð
 
Moltun notar einungis einn áttunda af þeirri orku sem þarf til að brenna mannslíkama og dregur þannig úr myndun og losun koltvísýrings út í andrúmsloftið og aðferðin því mun umhverfisvænni. Auk þess sem moltun skilar lífrænum næringarefnum til náttúrunnar en brennsla einungis steinefnum.
 
Eins og besta safnhaugamold
 
Við moltugerðina er líkami hinna látnu þakinn lífrænu efni eins og heyi eða viðarspæni og við rétt hitastig tekur í mesta lagi sjö vikur fyrir stærstan hluta líkamans að brotna niður í bestu safnhaugamold. 
 
Á meðan á moltugerðinni stendur verður aðstandendum gert kleift að heimsækja ástvininn og að moltugerðinni lokinni fá þeir moltuna afhenta óski þeir þess og frjálst að nota hana að vild. 
 
Molta fyrir tómata
 
Ein áhugasöm manneskja um moltugerð af þessu tagi segir að aðferðin sé frábær leið til að sameinast náttúrunni og verða að gagni eftir andlátið. „Ég get ekki ímyndað mér neitt fallegra en að fjölskylda mín noti moltuna mína til að rækta í kartöflur eða tómata.“ 
 
Soylent Green orðið að veruleika
 
Árið 1966 sendi vísinda­skáldsagna­höfundurinn Harry Harrison frá sér bók sem heitir Make Room! Make Room! Árið 1973 var sagan kvikmynduð og fékk myndin nafnið Soylent Green og var með Charlton Heston í aðalhlutverki. 
 
Í sögunni er fjallað um endurvinnslu mannslíkamans vegna offjölgunar og plássleysis í heiminum, ekki eins en á svipuðum nótum og í moltugerðar­hugmyndinni.
Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.