Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Birnir Jón Sigurðsson, Ýr Jóhannsdóttir, Hallveig Kristín Eiríksdóttir, Arnar Geir Gústafsson og Halldór Eldjárn en þau mynda sviðslistahópinn CGFC með málverkið af Helgu fyrir framan húsnæði landbúnaðarráðuneytisins við Skúlagötu í Reykjavík.
Birnir Jón Sigurðsson, Ýr Jóhannsdóttir, Hallveig Kristín Eiríksdóttir, Arnar Geir Gústafsson og Halldór Eldjárn en þau mynda sviðslistahópinn CGFC með málverkið af Helgu fyrir framan húsnæði landbúnaðarráðuneytisins við Skúlagötu í Reykjavík.
Fréttir 1. nóvember 2019

Málverk af Helgu afhent landbúnaðarráðuneyti

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Helga Gísladóttir hefur verið rangnefnd í sögubókum framan af og ekki fengið tilskilda athygli og virðingu fyrir afrek sín. Helga var ræktandi „Helgu“-kartaflnanna sem var þriðja kartöfluyrkið á Íslandi til að komast í úrvalsflokk. 
 
Henni eru gerð þau skil sem þykja við hæfi fyrir ævistarf sitt á olíumálverki sem Hallveig Kristín Eiríksdóttir málaði af henni og nýtti sér ljósmynd af Helgu sem fyrirmynd. Myndin var afhent í landbúnaðarráðuneytinu við hátíðlega athöfn fyrr í vikunni og prýðir hún nú veggi ráðuneytisins. Afkomendur Helgu voru viðstaddir, sem og fulltrúar frá Kartöflusetrinu, fulltrúi  ræktenda, lúðrasveitin „I’ve found a friend“, Halldór Eldjárn og listamennirnir Hallveig Kristín og Arnar Geir og fulltrúar landbúnaðarráðuneytis.
 
Gjörðin er hluti af ferðalagi sviðslistahópsins CGFC sem frumsýnir verkið „Kartöflur“ á nýju sviði á þriðju hæð Borgarleikhússins, smælki, í dag, fimmtudaginn 24. október. Verkið er byggt á rannsóknarferðalagi um kartöflur á Íslandi og fólkið sem varð á vegi hópsins í rannsókninni. 
 
Sýningar verða einnig um helgina, á föstudag og laugardag, en síðan er ætlunin að byrja á ný næsta sumar og fara þá hringferð um landið. 
 
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...