Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Málþing um riðu í kvöld
Fréttir 16. janúar 2017

Málþing um riðu í kvöld

Héraðsdýralæknir Matvælastofnunar munu fræða bændur og aðra áhugasama um riðuveiki í sauðfé á málþingi um riðu þriðjudaginn 17. janúar kl. 20:00 í Miðgarði í Varmahlíð. Félag sauðfjárbænda í Skagafirði og Búnaðarsamband Skagfirðinga standa fyrir málþinginu.

Fluttir verða fyrirlestrar um arfgerðir, arfgerðargreiningar, smitleiðir og rannsóknir sem hafa verið gerðar varðandi riðu. Farið verður yfir sögu riðuveiki á íslandi og sitthvað fleira rætt. Meðal fyrirlesara verða Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir Matvælastofnunar í Norðvesturumdæmi, Stefanía Þorgeirsdóttir, líffræðingur á Keldum og Sigtryggur Björnsson, búfræðikandidat.

Bændur eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um þennan hvimleiða vágest sem illa gengur að uppræta, þó talsvert hafi áunnist í þeirri baráttu frá því sem var fyrir nokkrum áratugum.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...