Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Rakel Garðarsdóttir fagnar því að reynt sé að meta umfang matarsóunar.
Rakel Garðarsdóttir fagnar því að reynt sé að meta umfang matarsóunar.
Fréttir 13. ágúst 2019

Lygilegar tölur um matarsóun hérlendis

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Á dögunum fjallaði Fréttablaðið um könnun Umhverfisstofnunar sem fram fer í haust þar sem leitað verður til þúsund heimila og sjö hundruð fyrirtækja til að vigta matarúrgang og um leið kanna matarsóun á þessum stöðum. Rakel Garðarsdóttir, stofnandi Vakandi, fagnar því að ný könnun sé gerð og aukinni umræðu um matarsóun. 
 
Sambærileg tilraun var gerð árið 2016 og verða niðurstöður við könnun haustsins borin saman við hana til að sjá hvort eitthvað hafi breyst á þessum tíma. Niðurstöður úr könnuninni fyrir þremur árum sýndi að þegar kom að heimilishluta hennar var áætlað að hver íbúi hér á landi hendi að meðaltali 23 kílóum af nýtanlegum mat á ári, 39 kílóum af ónýtanlegum mat, hellir niður 22 kílóum af matarolíu og fitu og 199 kílóum af drykkjum. Þar kom einnig fram að matarsóun var sambærileg því sem mælist í öðrum Evrópulöndum og að ekki hafi verið munur eftir landsvæðum á hversu miklu fólk sóar.
 
Skiptir máli að hafa réttar tölur
 
„Ég fagna því mjög að það sé verið að gera könnun á ný á matarsóun Íslendinga. Það skiptir máli að hafa tölur á bakvið vandamálið svo hægt sé að mæla hvort við séum á réttri leið, það er á leið að draga úr sóuninni. Ég finn mikið fyrir aukinni umræðu um matarsóun en það verður forvitnilegt að sjá hvort það sé eitthvað á bakvið alla þessa umræðu, hvort við séum í raun að draga úr matarsóun þannig að ég bíð örugglega spenntust eftir niðurstöðum rannsóknarinnar,“ segir Rakel Garðarsdóttir, stofnandi Vakandi.
 
Umhverfisstofnun fékk styrk frá Eurostat, Hagstofu Evrópu­sambandsins, til að framkvæma rannsóknina. Skráningin fór síðast fram að vori, en mun nú fara fram að hausti sem geti verið heppilegra að mati stofnunarinnar til að fá raunhæfari niðurstöður því á vorin séu fleiri frídagar hjá fólki.

Skylt efni: matarsóun | Vakandi

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...