Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Loka Gestastofunni á Þorvaldseyri
Mynd / BBL
Fréttir 14. desember 2017

Loka Gestastofunni á Þorvaldseyri

Höfundur: smh
Fjölskyldan á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum hefur ákveðið að loka Gestastofunni sem hefur verið rekin við bæinn undanfarin tæp sjö ár. 
 
Hún var opnuð ári eftir að gos hófst í Eyjafjallajökli og þar gátu gestir fræðst um eldgos og upplifað það upp að vissu marki hvernig líf undir eldfjalli getur verið, því kvikmynd um gosið og hvernig bærinn reis síðan úr öskunni var þar sýnd.
 
Mikill fjöldi ferðamanna hefur heimsótt Gestastofuna á þessum árum og segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, að þetta hafi verið góður tími. „Þetta var bara komið gott samt og tími til kominn að fara að sinna búskapnum að fullu og ýmsum hliðum hans. Vinnan á Gestastofunni hefur nefnilega lagst mjög á heimilisfólkið og það er erfitt að fá starfsfólk.“
 
Aðalbúgreinin á Þorvaldseyri er kúabúskapur, auk nauta­kjöt­framleiðslu, en bærinn er einnig mjög kunnur fyrir bygg- og repjurækt. „Við erum með alls konar starfsemi í kringum þessa ræktun og mikil eftirspurn eftir þessum afurðum. Við framleiðum korn og mjöl, repjuolíu og fleira – og erum með ýmislegt á prjónunum sem við ætlum nú að sinna að fullu,“ segir Ólafur. 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...