Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá undirskrift viljayfirlýsingar Árborgar og Gagnaveitu Reykjavíkur um ljósleiðara í sveitarfélaginu. Á myndinni er bæjarráð Árborgar, frá vinstri, Arna Ír Gunnarsdóttir, Kjartan Björnsson, Eyrún Magnúsdóttir og Helgi S. Haraldsson. Fyrir framan frá vins
Frá undirskrift viljayfirlýsingar Árborgar og Gagnaveitu Reykjavíkur um ljósleiðara í sveitarfélaginu. Á myndinni er bæjarráð Árborgar, frá vinstri, Arna Ír Gunnarsdóttir, Kjartan Björnsson, Eyrún Magnúsdóttir og Helgi S. Haraldsson. Fyrir framan frá vins
Mynd / MHH
Fréttir 16. apríl 2018

Ljósleiðari inn á öll heimili í Árborg

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Gagnaveita Reykjavíkur og Sveitarfélagið Árborg hafa gert með sér samkomulag um ljósleiðaravæðingu alls þéttbýlis í sveitarfélaginu en það er Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakki. Verkefninu verður lokið á næstu þremur árum. 
 
Með framkvæmdunum munu heimilum í þessum byggðakjörnum standa til boða eitt gíga gæðasamband ljósleiðarans, sem gefur kost á 1000 megabitum til og frá heimili. 
 
Flest stærstu fjarskipta- og afþreyingarfyrirtæki landsins bjóða þjónustu sína um ljósleiðarann og viðskiptavinum stendur til boða val á milli fjölmargra þjónustuleiða Vodafone, Nova, 365, Hringdu og Hringiðunnar. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, fagnar samkomulaginu um ljósleiðarann. 
 
Sjálfsagður hlutur 
 
„Öflug fjarskiptatenging er orðin jafn sjálfsagður hlutur í nútíma sveitarfélagi og vatn, rafmagn og fráveita. Íbúum Árborgar fjölgar hratt og við erum ánægð með að fá ljósleiðarann í hverja íbúð í bænum. Atvinnulíf verður hér líka samkeppnishæfara með bættum fjarskiptatengingum og við sjáum fram á gróskumikinn vöxt í sveitarfélaginu með því að þjónusta við íbúa og atvinnulíf eflist með tilkomu ljósleiðarans. Árborg kemst í fremstu röð sveitarfélaga í þessu tilliti.“ 

Skylt efni: ljósleiðari | Árborg

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.