Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Útileguhrúturinn frá Grund skilaði sér heim að Hnjúki í Skíðadal eftir vetrardvöl í Gljúfurárgili.
Útileguhrúturinn frá Grund skilaði sér heim að Hnjúki í Skíðadal eftir vetrardvöl í Gljúfurárgili.
Mynd / Jón Þórarinsson
Fréttir 16. júní 2016

Lifði af harða útivist í Gljúfurárgili í vetur

Höfundur: HKr/JÞ
Hinn 24. maí síðastliðinn bankaði útigenginn lambhrútur upp á við fjárhólf hjá lambám á bænum Hnjúki í Skíðadal. Hann hafði ekki skilað sér af fjalli síðastliðið haust.
 
Jón Þórarinsson, bóndi á Hjúki, segir að hrúturinn hafi sést síðast hinn 27. október í haust þegar farið var í eina af mörgum aukaferðum fram á afrétt til að kíkja eftir eftirlegukindum.
 
 
„Þá var hann með veturgamalli móður sinni og einu aukalambi. Þá voru þau á syðri barmi Gljúfurárgils. Það er að meiri hluta illfært gljúfur bæði mönnum og skepnum en þar rennur affall Gljúfurárjökuls niður.
Hinn 30. október var svo gerður sérstakur leiðangur af átta mönnum fram á afrétt til að handsama þessar kindur ásamt nokkrum öðrum sem sést hafði til á öðrum stöðum á afréttinni.
 
Þessi hrútur sást þá hvergi og var hann þess vegna afskrifaður enda ísing á gilröðunum og áin í klakaböndum.“
 
Eftir að hrúturinn skilaði sér heim að Hnjúki fóru menn að huga að því hvar hann hafi getað hafst við allan þennan tíma. Þá bentu slóðir í snjó vafalaust til þess að hann hafi verið í Gljúfurárgili í allan vetur.
„Gilið virðist hafa gefið honum góða vist eftir holdafari og hornahlaupum að dæma en ný hornahlaup mældust 5 sentímetrar og var hann einnig að miklum hluta genginn úr ullinni,“ segir Jón. Samt munu veður oft hafa verið mjög slæm í vetur þar sem hrúturinn hafðist við. 
 
Er frá bænum Grund í Svarfaðardal
 
Í ljós kom að þessi hrausti útileguhrútur er frá bænum Grund í Svarfaðardal. Segir Jón í raun undarlegt að hrúturinn hafi getað hafst þarna við í allan vetur án þess að nokkur yrði hans var. Mikil umferð vélsleðamanna hefur verið með gljúfurbörmunum í vetur. Auk þess sem skíðamenn, sem selfluttir eru á þyrlum á fjöll þar í kring, renna sér þarna niður. Þá segir hann að hrúturinn hafi ekki búið við mikla fjallakyrrð allan þennan tíma því stöðugt yfirflug er af þyrlum á svæðinu. Þær hafa haft aðsetur á Klængshóli og hafa flogið þaðan með skíðamenn og aðra ferðalanga m.a. á Gljúfurárjökul og fjöllin þarna í kring. Þessu flugi fylgir mikill hávaði. 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...