Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Leyfi fyrir Desis,  Avalon, Rovral Aquaflo og Harmony 50 SX falla úr gildi
Fréttir 1. ágúst 2017

Leyfi fyrir Desis, Avalon, Rovral Aquaflo og Harmony 50 SX falla úr gildi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í kjölfar ákvarðana Umhverfis­stofnunar um breytingar á gildistíma tímabundinna skráninga fyrir plöntueitur eða plöntuverndarvörum hefur tímabundið leyfi til skráningar á eftirfarandi efna fallið úr gildi, Desis,  Avalon, Rovral Aquaflo og Harmony 50 SX.

Í tilkynningu á vef umhverfis­stofnunnar segir að við gildistöku efnalaga númer 61/2013 þann 17. apríl 2013 hafi fallið úr gildi allar skráningar varnaefna samkvæmt ákvæðum laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, og reglugerðar númer 50/1984, um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra.

Tímabundin skráning

Samkvæmt bráðabirgðaákvæði efnalaga var hægt að sækja um tímabundna skráningu fyrir plöntuverndarvörur sem voru á skrá við gildistöku þeirra. Sem stendur hafa 113 plöntuverndarvörur leyfi til þess að vera á markaði hérlendis á grundvelli þessa ákvæðis.

Reglugerð númer 1002/2014 er gefin út á grundvelli ákvæða í efnalögum og gildir um gagnkvæma viðurkenningu á tilteknum markaðsleyfum fyrir plöntu­verndar­vörum sem áður hafa verið veitt markaðsleyfi í öðru ríki á Evrópska efna­hags­svæðinu á grundvelli til­skipana 79/117/EB og 91/414/EB, áður en reglugerð (EB) númer 1107/2009 gekk í gildi þann 14. júní 2011.

Reglugerðin brúar bilið á milli eldri séríslenskrar löggjafar á þessu sviði og nýrrar löggjafar Evrópusambandsins um setningu plöntuverndarvara á markað.

Markaðsleyfi um plöntueitur

Reglugerð númer 544/2015 um plöntu­verndarvörur var sett til innleiðingar á reglugerð (EB) númer 1107/2009 um setningu plöntu­verndarvara á markað. Reglugerðin nær til þeirra plöntuverndarvara er innihalda virk efni sem voru áhættumetin á vettvangi ESB eftir þann 14. júní 2011.

Í kjölfar ákvarðana Umhverfis­­stofnunar um breytingar á gildis­tíma tíma­bund­inna skráninga fyrir plöntu­vernd­arvörum kem­ur fram í að:

Tímabundin skráning T-2013-016 fyrir plöntu­verndar­vöruna Decis fellur úr gildi þann 31.10.2018. Heimild til sölu og dreifingar á fyrirliggjandi vörubirgðum rennur út 30.4.2019. Heimild til notkunar, geymslu og förgunar rennur út 30.4.2020.

Tímabundin skráning T-2014-012 fyrir plöntuverndarvöruna Afalon fellur úr gildi þann 31.7.2018. Heimild til sölu og dreifingar á fyrirliggjandi vörubirgðum rennur út 31.1.2019. Heimild til notkunar, geymslu og förgunar rennur út 31.1.2020.

Tímabundin skráning T-2013-011 fyrir plöntuverndarvöruna Rovral Aquaflo fellur úr gildi þann 31.10.2018. Heimild til sölu og dreifingar á fyrirliggjandi vörubirgðum rennur út 30.4.2019. Heimild til notkunar, geymslu og förgunar rennur út 30.4.2020. 

Tímabundin skráning T-2014-034 fyrir plöntuverndarvöruna Harmony 50 SX féll úr gildi þann 6.7.2017. Heimild til sölu og dreifingar á fyrirliggjandi vörubirgðum rennur út 31.1.2018. Heimild til notkunar, geymslu og förgunar rennur út 31.1.2019. 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...