Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lestur Bændablaðsins eykst á höfuðborgarsvæðinu
Mynd / Heimild / Gallup
Fréttir 23. janúar 2020

Lestur Bændablaðsins eykst á höfuðborgarsvæðinu

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Bændablaðið kemur vel út úr nýrri lestrarkönnun Gallup sem kynnt var á dögunum. 
Á landsbyggðinni segjast 41,9% fólks hafa lesið Bændablaðið en þar á eftir kemur Fréttablaðið með 21,9% meðallestur. Morgunblaðið, sem áður hafði sterka stöðu á landsbyggðinni, mælist nú einungis með 19% lestur en 25,5% á höfuðborgarsvæðinu. 
 
Heimild / Prentmiðlakönnun Gallup 
 
Bændablaðið eykur hlut sinn á höfuðborgarsvæðinu en þar er lesturinn 21,9% en var 20,4% á sama tímabili í fyrra.
 
Heimild / Prentmiðlakönnun Gallup 
 
Bændablaðið í öðru sæti yfir landið allt
 
Þegar lestur yfir landið allt er skoðaður er Fréttablaðið í efsta sæti en 37% landsmanna lesa það að staðaldri. Bændablaðið kemur þar á eftir með 29,2% lestur og síðan er Morgunblaðið í þriðja sæti með 23,2% lestur. 
 
Heimild / Prentmiðlakönnun Gallup
 
Önnur blöð eru minna lesin yfir allt landið. DV mælist með 7,2% lestur, Viðskiptablaðið 8%, Stundin með 10,4% og Mannlíf með 17,7%.
 
Blaðalestur dalar
 
Töluverðar breytingar hafa orðið á lestri prentmiðla á síðustu árum og fer hann minnkandi. Í lok árs 2017 mældist Fréttablaðið með 43,8% lestur á landsvísu og Morgunblaðið með 25,6%. Bændablaðið heldur nokkurn veginn sínu en munur á lestri er vart marktækur á milli 2017 og 2019, er nú 29,2% sem áður segir. 
 
Fleiri karlar en konur lesa blaðið
 
Karlar eru líklegri til þess að lesa Bændablaðið en konur. Þriðjungur íslenskra karlmanna les blaðið en um fjórðungur kvenna.
 
Ríflega 24% þeirra sem eru með háskólapróf lesa Bændablaðið og 37,4% þeirra sem eru einungis með grunnskólapróf. Eldri aldurshópar virðast tryggari lesendur en þeir yngri. Aðeins 10,5% ungs fólks á aldrinum 20–29 ára les Bændablaðið en 41,1% þeirra sem eru á aldrinum 50–59 ára. Rúmlega helmingur fólks yfir sextugu les Bændablaðið að staðaldri, eða 53,4%. 
 
Könnunin var gerð á síðasta ársfjórðungi 2019 af markaðs­rannsóknum Gallup.
 
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...