Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Guðlaugur við verslun sína árið 1984. Guðlaugur var þjóðsagnapersóna Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir heimsótti hann m.a. í opinberri heimsókn 1983.
Guðlaugur við verslun sína árið 1984. Guðlaugur var þjóðsagnapersóna Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir heimsótti hann m.a. í opinberri heimsókn 1983.
Mynd / Magnús Karel
Fréttir 8. janúar 2018

Laugabúð 100 ára

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Því var fagnað 4. desember sl. að þá voru 100 ár liðin frá því að Guðlaugur Pálsson kaupmaður hóf verslunarrekstur á Eyrarbakka. Hann rak  verslun sína í 76 ár, eða  frá desember 1917 og fram í desember 1993, þegar hann lést tæplega 98 ára að aldri. 
 
Fyrstu tvö árin var verslunin staðsett í Kirkjuhúsi, en árið 1919 keypti Guðlaugur íbúðarhúsið Sjónarhól og breytti því í verslun og þar stóð hann síðan vaktina á sama gólfinu til dauðadags, eða í 74 ár. 
 
„Verslunarrekstur Guðlaugs var nær einstakur á landsvísu og jafnvel þótt víðar væri leitað. Í fyrsta lagi vegna þess hve langt tímabil hann spannaði og í öðru lagi vegna þess háa aldurs sem Guðlaugur náði,“ segir Magnús Karel Hannesson á Eyrarbakka sem rekur nú verslunina sem ferðamannaverslun  yfir sumartímann.  Fyrsti viðskiptavinur Guðlaugs 4. desember 1917 var sr. Gísli Skúlason á Stóra-Hrauni, sóknarprestur Eyrbekkinga og Stokkseyringa. Sr. Gísli keypti eina litla vasabók á 22 aura. Heildarsalan þennan fyrsta verslunardag Guðlaugs Pálssonar var 28 kr. 

Skylt efni: verslun

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...