Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Samkvæmt könnun Ferðamálastofu voru náttúruböð vinsælasti afþreyingar­­möguleiki erlendra ferða­manna.
Samkvæmt könnun Ferðamálastofu voru náttúruböð vinsælasti afþreyingar­­möguleiki erlendra ferða­manna.
Fréttir 21. janúar 2020

Langflestir ferðamenn ánægðir með heimsókn á norðlensk söfn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Ferðamenn sem fara á söfn á Norðurlandi eru ánægðir með heimsóknir þangað og á það  bæði við um  innlenda sem erlenda ferðamenn. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann að beiðni Markaðsstofu Norðurlands, en niðurstöður hennar voru kynntar á ráðstefnu á Hótel KEA fyrir skömmu þar sem fjallað var um sögutengda ferðaþjónustu. 
 
Markmið rannsóknarinnar var að fá betri innsýn í hvað það er sem dregur ferðamenn á þessa staði, hvað einkenni þennan markhóp og hver upplifun þeirra sé af heimsókninni. Með könnuninni er einnig leitast við að öðlast betri skilning á því hvernig saga Norðurlands virkar sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Könnunin er hluti af greiningu á möguleikum í sögutengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi en verkefnið hlaut styrk frá Ferðamálastofu.
 
Langflestir ánægðir með heimsókn á söfn
 
Fram kemur að 97% svarenda voru annaðhvort ánægðir eða mjög ánægðir með heimsóknir á söfnin og 90% sögðust ætla að mæla með því við fjölskyldu og vini að þeir gerðu slíkt hið sama. Niðurstöðurnar eru mjög ánægjulegar fyrir sögutengda ferðaþjónustu á Norðurlandi og raunar alla ferðaþjónustu, því góð upplifun ferðamanna er lykilatriði í þróun greinarinnar.
 
Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar vann einnig skýrslu fyrir Markaðsstofu Norðurlands, upp úr könnuninni Dear Visitors sem hefur verið unnið markvisst með frá árinu 2004. Þar kom fram að ferðamenn á Norðurlandi eru talsvert líklegri til að skoða söfn eða sýningar en hinn almenni ferðamaður á Íslandi, og því megi gera ráð fyrir að slík afþreying dragi ferðamenn inn í landshlutann upp að nokkru marki. Ferðamenn á Norðurlandi eru sömuleiðis líklegri til þess að skoða kirkjur og fræga sögustaði.
 
Um 60 söfn, setur og sýningar á Norðurlandi
 
Fjölmargir möguleikar eru fyrir ferðamenn að kynnast sögu og menningu Norðurlands, en í gagnagrunni Eyþings eru til að mynda sextíu söfn, setur og sýningar á skrá og meirihluti þeirra hefur sögu Norðurlands sem umfjöllunarefni. Þar á meðal má nefna byggðasögu, atvinnusögu eða náttúruarf svæðisins. Hlutfall erlendra ferðamanna af gestakomum á söfn, setur og sýningar á Íslandi, sér í lagi á sumrin, hefur farið sívaxandi á undanförnum árum. Innlendir ferðamenn eru þó einnig duglegir að nýta sér þau fjölmörgu söfn sem á vegi þeirra verða á leið um landið. 
 
Náttúruböðin vinsælasta afþreygingin
 
Samkvæmt könnun Ferðamála­stofu voru náttúruböð vinsælasti afþreyingar­­möguleiki erlendra ferða­manna árið 2018, en um 57% svarenda sögðust hafa farið í náttúru­böð á ferð sinni um Ísland. Safnaferðir eru hins vegar í þriðja sæti þar sem liðlega 45% aðspurðra sögðust hafa farið einu sinni eða oftar á safn á ferð sinni um landið. Ferðamenn voru að jafnaði ánægðir með heimsóknina og fengu söfnin einkunnina 8,4 af 10 mögulegum hjá erlendu ferðamönnunum.
 
Söfn eru einnig vinsæl afþreying meðal innlendra ferðamanna, en 26% innlendra ferðamanna sögðust hafa greitt fyrir að fara á söfn eða sýningar á ferð sinni um landið árið 2018. Söfn eru þar í öðru sæti á eftir sundferðum.
 
Á ráðstefnunni á Akureyri voru einnig erindi frá Ingu Hlín Pálsdóttur um menningu og sögu í landkynningu á vegum Íslandsstofu, Aníta Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins, sagði frá reynslu af rekstri safnsins, Svanhildur Pálsdóttir kynnti starfsemi 1238:Battle of Iceland og Einar K. Jónsson, sveitarstjóri Húnavatnshrepps, kynnti áform um uppbyggingu við Þrístapa og sögutengda ferðaþjónustu þar. 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...