Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar smalaði 20 hrossum af Hrunamannaafrétti í janúar 2017 að beiðni Matvælastofnunar.
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar smalaði 20 hrossum af Hrunamannaafrétti í janúar 2017 að beiðni Matvælastofnunar.
Mynd / MHH
Fréttir 10. maí 2017

Landhelgisgæslan í hrossasmölun á Hrunamannaafrétti

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar fékk frekar óvenjulega beiðni í upphafi ársins frá Matvælastofnun en beiðnin fólst í því að smala  hross á Hrunamannaafrétti. 
 
„Já, það er rétt, okkur barst ábending um að árum saman hafi það tíðkast að uppi á Hrunamannaafrétti gengi hrossastóð yfir veturinn án fóðrunar og kæmi síðan illa til reika til byggða að vori. Til að sannreyna þetta var haft samband við Landhelgisgæsluna og hún beðin um að hafa auga með afréttinum í næsta skipti sem þeir ættu erindi um þessar slóðir. Það gekk fljótt og vel og gæslan svaraði með mynd og staðsetningu á hrossastóð, sem virtist vera um 20 hross. Haft var samband við eiganda sem fúslega smalaði hrossunum til byggða. Ekki voru gerðar athugasemdir við holdafar hrossanna,“ segir Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Suðurumdæmis, aðspurður hvort það væri rétt að stofnunin hefði kallað þyrluna til í verkefnið. 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...