Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Landeigendur gagnrýna drög stjórnarskrárnefndar um aðgengi að eignarlöndum
Fréttir 22. mars 2016

Landeigendur gagnrýna drög stjórnarskrárnefndar um aðgengi að eignarlöndum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Landssamtök landeigenda á Íslandi (LLÍ) hafa gert ítarlegar athugasemdir í umsögn við drög stjórnarskrárnefndar að frumvörpum um auðlindir og umhverfis- og náttúruvernd til stjórnskipunarlaga.  
 
Umsögn LLÍ hefur verið skilað inn til forsætisráðuneytisins. Þar segir m.a. að íþyngjandi ákvæði um almannarétt innan eignarlanda í frumvarpi að stjórnskipunarlögum grafa undan þeirri vernd sem eignarrétturinn hefur notið í stjórnarskrá Íslands allt frá upphafi og ekki ætlunin að nema brott með beinum hætti. Þau ákvæði kunni að vera brot á mannréttindasáttmála Evrópu. 
 
Með ákvæðinu sé réttur landeigenda til að vernda land sitt gegn skemmdum tekinn af þeim og alfarið færður til löggjafans. Gagnrýna landeigendur m.a. ákvæði sem heimili almenningi að fara inn á eignarlönd og tjalda þar ef þeim sýnist svo. Gagnrýnt er að í frumvarpsdrögunum sé vísað í ákvæði í Grágás og Jónsbók sem eigi sér enga stoð í veruleikanum. 
 
„Umdeildur almannaréttur sem frumvarpið kveður á um á sér hvorki rætur né stoð í fornum lögbókum Grágásar og Jónsbókar, eins og ranglega segir í greinargerð“ segir í umsögn LLÍ. 
 
Verið að afbaka fornar lögbækur
 
Óðinn Sigþórsson, fyrrverandi stjórnarmaður í LLÍ, hefur kynnt sér ítarlega ákvæði Grágásar og Jónsbókar um rétt almennings til að fara yfir eignarlönd. Hann segir ótvírætt að samkvæmt þeim ritum, að stjórnarskrárnefnd sé að reyna að búa til almannarétt sem byggi á ákvæðum sem hvergi séu til í rituðum heimildum. 
 
„Það er ekki nokkur vafi. Þarna er verið að afbaka það sem stendur í hinni fornu lögbók. Það eru engin ákvæði, hvorki í Grágás né í Jónsbók, um það að menn megi fara í eignarlönd og dvelja þar sér til ánægju. 
 
Þessi ákvæði eru fyrst og fremst og einvörðungu sett til þess að ekki sé hægt að meina mönnum að komast leiðar sinnar í gegnum lönd í lögmætum erindum. Á þeim tíma voru auðvitað ekki vegir eins og eru í dag,“ segir Óðinn. 
 
Það er mat Landssamtakanna að umfjöllun í greinargerð um  ákvæði í frumvarpinu sé bæði yfirborðskennd og villandi.  
 
„Í greinargerð kafla 3.2. um umhverfisgæði og aðgang að náttúrunni er því slegið föstu að réttur manna til að fara um eignarlönd og dvöl þar til að njóta náttúrunnar,  og frumvarpshöfundar kjósa að kalla almannarétt, eigi sér rætur í fornlögum. Í greinargerð með frumvarpinu er engin tilraun gerð til að lýsa eða skýra inntak þessa réttar í Grágás eða Jónsbók eða hvar slíkan rétt er að finna í fornlögunum. 
 
Ákvæði um almannarétt er að finna í landbrigðaþætti Grágásar.  Sömu ákvæði er að finna í 59. kafla í búnaðarbálki Jónsbókar lögtekin árið 1281. Önnur ákvæði Grágásar lúta fyrst og fremst að rétti manna til að komast leiðar sinnar og þá um þjóðbraut ef slík var fyrir hendi.  
 
Óðinn segir að þar sé einnig um að ræða sektarákvæði ef menn fari út fyrir eðlilega leið yfir land.
„Það eru ákvæði um það í Jónsbók að ef menn fara um akur, engi, holt og skerma, eða fara ekki rétta vegu, þá varði það sektum. Þetta ákvæði segir það einfaldlega að menn höfðu ekki frjálsa för um lönd eins og verið er að tala um í dag. Öll ákvæði í lögum lúta að rétt manna til að komast leiðar sinnar, það mátti ekki hindra för manna og tiltekið orðalagið „á leið sinni“. Það er allt annar handleggur en það sem menn eru að gera í þessum frumvarpsdrögum.“
 
Umdeild ákvæði í náttúruverndarlögum
 
„Það að fara í lönd og dvelja þar og tjalda eins og nú er heimilað í náttúruverndarlögunum á sér enga stoð í fornum lögbókum. Þá eru þau mjög umdeild og það er engin allsherjar viðurkenning á meðal landeigenda að þessi réttur sé raunverulega fyrir hendi.
 
Þá er líka stigsmunur á því hvort menn setji slík ákvæði í almenn lög eða stjórnarskrá landsins sem skyldar þar með löggjafann til að taka inn slík ákvæði.
 
Hægt að vísa málinu áfram
 
− Nú er Alþingi ekki búið að ljúka málinu, en ef sjónarmið landeigenda ná ekki fram að ganga, hvaða ráð hafa menn þá?
„Það eru ýmis úrræði. Það er til að mynda hægt að fara með þessi ákvæði í náttúruverndarlögum til yfirþjóðlegra stofnana sem fylgjast með því að löggjöf ríkja stangist ekki á við alþjóðasamninga eða gerða sáttmála. Það er alveg klárt mál að þetta ákvæði samrýmist ekki ákvæðum mannréttindasáttmálans um að menn eigi að fá að njóta eigna sinna í friði. Þetta er þvert á þau ákvæði,“ segir Óðinn Sigþórsson.
 
„Yfirborðskennd og villandi“
 
„Landssamtök landeigenda á Íslandi telja að ákvæði um auðlindir í náttúru Íslands séu yfirborðskennd og villandi og beri þess merki að stofna eigi til einhvers konar réttinda íslenska ríkisins (sem í tillögunum er nefnt þjóðin) að þeim auðlindum sem nú eru í eigu einstaklinga og lögaðila. 
 
Landssamtökin leggjast eindregið gegn fyrirhuguðum og ótímabærum breytingum á stjórnskipunarlögum og telja að engan veginn verði við það búið til framtíðar að Alþingi Íslendinga framselji vald, umfram heimildir í stjórnarskrá, líkt og tíðkað hefur verið undanfarna áratugi.“ 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...