Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Landbúnaðarráðherra segir tillögurnar verði til endurskoðunar
Mynd / HKr.
Fréttir 11. september 2017

Landbúnaðarráðherra segir tillögurnar verði til endurskoðunar

Höfundur: smh

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra kynnti tillögur sínar til að laga slæma stöðu sauðfjárbænda á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun. Meginmarkmið tillagnanna er, eins og áður hefur komið fram, meðal annars að fækka fé um 20 prósent og draga úr kjaraskerðingu sauðfjárbænda.

Þorgerður Katrín sagði í viðtali við Ríkisútvarpið eftir fundinni í dag að tillögurnar eigi að beinast að eldri bændum – að þeim sé gert fært að fara út úr greininni með opinberum greiðslum – en gagnrýnt hefur verið að það verði frekar yngri skuldsettari bændur sem muni nýta sér þau úrræði.

„Í samráði við Bændasamtökin þá hafa tillögurnar þróast svona. En ef að menn vilja breyta því að þá er ég meira en reiðubúin í það. Ég tel mikilvægt að við reynum að draga úr framleiðslunni. Ég held að þannig ráðumst við að rótum vandans. En ef að menn eru ekki tilbúnir í þessar tillögur að þá bara förum við og setjum þetta inn í endurskoðunarnefnd búvörusamningsins. Það er ramminn sem að er til staðar og við reynum þá að beina því í þann farveg“, segir Þorgerður Katrín í viðtalinu við Ríkisútvarpið.

Ríkisútvarpið ræddi einnig við þau Lilju Rafneyju Magnúsdóttur og Sigurð Inga Jóhannsson, sem sitja í atvinnunefnd. Lilja Rafney telur að með tillögunum sé verið að höfða til yngri bænda sem hafi áhyggjur sinni skuldastöðu og muni stökkvi á tillögurnar. Það geti haft ákveðna byggðaröskun í för með sér. Sigurður Ingi segir að verið sé að fækka bændum án þess að nokkur umræða um það hafi verið tekin. „Og á þessum fundi fengum við mjög litlar upplýsingar. Okkur er sagt að það sé til greiningarvinna. Við höfum ekki séð hana. Við höfum frétt af skýrslu Byggðastofnunar. Við höfum ekki fengið að sjá hana.

[…]

Tillögur bænda og afurðastöðvanna eru að minnka framleiðsluna, fara í áframhaldandi nýsköpun og allt það. Það er allt jákvætt. En tillögurnar virðast því miður enda þannig að þeir beinast að því beinlínis að fækka bændum og þá helst jafnvel ungum bændum og þeim sem búa í brothættum byggðum. Og það gat varla verið tilgangurinn,“ segir Sigurður Ingi í viðtali við Ríkisútvarpið.

Forsvarsmenn sauðfjárbænda hafa líka gagnrýnt að hætta sé á því að skuldsettir yngri bændur munir nýta sér ákvæði í tillögunum til að losna út úr greininni og að ekki sé tekið beint á birgðavandanum. 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...