Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Flughöfnin í Nuuk.
Flughöfnin í Nuuk.
Fréttir 14. ágúst 2019

Lán til endurbóta á flugvöllum á Grænlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Norræni fjárfestingabankinn og Kalaallit Airports International A/S á Grænlandi hafa skrifað undir samning um að bankinn láni 63,3 milljónir evra til tuttugu ára til framkvæmda við flugvöllinn.

Lánið, sem jafngildir tæpum níu milljörðum íslenskra króna, á að nota til uppbyggingar og endurbóta á alþjóðaflugvöllunum í Nuuk og Ilulissat og er gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki á haustmánuðum 2023.

Meðal framkvæmda við flug­völlinn í Nuuk er ný 2.200 metra flugbraut og ný flugstöð með flugturni og aðstöðu fyrir farþega. Láninu er einnig ætla að fjármagna 2.200 metra flugbraut í Ilulissat og flugstöðvarbyggingu með flugturni og aðstöðu fyrir farþega.

Eftir að framkvæmdum lýkur verður flugvöllurinn í Nuuk helsti alþjóðaflugvöllurinn á Grænlandi.
Kalaallit Airports International A/S er 66,67% hluta í eigu grænlensku stjórnarinnar en danska ríkið á 33,33% hlut í fyrirtækinu. 

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...