Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lambakjöt oft notað sem beita í stórmörkuðum
Mynd / Beit
Fréttir 17. apríl 2018

Lambakjöt oft notað sem beita í stórmörkuðum

Höfundur: TB

„Einhvern veginn hefur lambakjötið þróast þannig að það er notað oft sem beitur inn í búðirnar. Þegar við förum að horfa á það þá er verið að selja, eins og núna, inni á frysti hjá mér er verið að selja lambalæri á 1.099 kr. á meðan við erum að selja kílóið af kjúkling á 1.799 kr. Við erum að selja kílóið af ýsunni á 1.999 þannig að lambakjöt er mjög ódýrt. Á það að vera svona ódýrt? Nei, þetta bara hefur þróast alltaf svona,“ segir Ólafur Júlíusson innkaupastjóri hjá Krónunni í þriðja þætti „Lambs og þjóðar“ þar sem fjallað er um markaðs- og sölumál lambakjöts út frá ólíkum sjónarhornum. Með „beitum“ á hann við að lambakjöt sé notað til þess að lokka fólk inn í búðirnar með því að auglýsa mjög lágt verð.

Í þættinum er rætt við þá aðila sem selja lambakjöt á Íslandi, fulltrúa verslunarinnar og veitingageirans. Óhætt er að segja að þar komi fram margvíslegar skoðanir um sölu- og markaðsmál lambakjöts. Í fyrri þáttum, sem bæði eru aðgengilegir á Facebook, bbl.is og YouTube, hefur verið rætt við fulltrúa bænda og afurðastöðva.

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...