Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lambakjöt oft notað sem beita í stórmörkuðum
Mynd / Beit
Fréttir 17. apríl 2018

Lambakjöt oft notað sem beita í stórmörkuðum

Höfundur: TB

„Einhvern veginn hefur lambakjötið þróast þannig að það er notað oft sem beitur inn í búðirnar. Þegar við förum að horfa á það þá er verið að selja, eins og núna, inni á frysti hjá mér er verið að selja lambalæri á 1.099 kr. á meðan við erum að selja kílóið af kjúkling á 1.799 kr. Við erum að selja kílóið af ýsunni á 1.999 þannig að lambakjöt er mjög ódýrt. Á það að vera svona ódýrt? Nei, þetta bara hefur þróast alltaf svona,“ segir Ólafur Júlíusson innkaupastjóri hjá Krónunni í þriðja þætti „Lambs og þjóðar“ þar sem fjallað er um markaðs- og sölumál lambakjöts út frá ólíkum sjónarhornum. Með „beitum“ á hann við að lambakjöt sé notað til þess að lokka fólk inn í búðirnar með því að auglýsa mjög lágt verð.

Í þættinum er rætt við þá aðila sem selja lambakjöt á Íslandi, fulltrúa verslunarinnar og veitingageirans. Óhætt er að segja að þar komi fram margvíslegar skoðanir um sölu- og markaðsmál lambakjöts. Í fyrri þáttum, sem bæði eru aðgengilegir á Facebook, bbl.is og YouTube, hefur verið rætt við fulltrúa bænda og afurðastöðva.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...