Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kynnti líkamlegt álag hrossa á kynbótasýningum
Fréttir 18. ágúst 2014

Kynnti líkamlegt álag hrossa á kynbótasýningum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Alþjóðleg ráðstefna um þjálfunarlífeðlisfræði hesta (ICEEP = International Conference on Equine Exercise Physiology) fór fram í Chester á Englandi fyrr í sumar. Á ráðstefnuna komu vísindamenn víðsvegar að úr heiminum, s.s. frá Evrópu, Asíu, Norður- og Suður-Ameríku og Ástralíu. Á ráðstefnunni er fjallað um allt það nýjasta á sviði þjálfunarlífeðlisfræðirannsókna á hestum á heimsvísu.

Fjögur veggspjöld frá Hólaskóla

Guðrún Stefánsdóttir, doktorsnemi í þjálfunarlífeðlisfræði hesta og kennari við Hólaskóla, fór á ráðstefnuna og var með stutta kynningu á rannsóknaniðurstöðum á líkamlegu álagi íslenskra hesta á kynbótasýningum. Fjögur veggspjöld frá Hólaskóla voru á ráðstefnunni, um frumrannsókn á líkamlegri svörun hjá íslenskum hrossum í kynbótasýningu, um fylgni milli merkinga (krossa) við skeið á dómblaði og styrks mjólkursýru í blóðvökva í íslenskum hrossum á kynbótasýningu, um könnun á þjálfun á íslenskum skeiðhrossum og um huglægt mat á vöðvabyggingu hrossa sem eru skeiðþjálfuð og þeirra sem ekki eruð það.

Mikill heiður

Anna Jansson sem er leiðbeinandi Guðrúnar við doktorsverkefni hennar, var valin í undirbúningsnefnd fyrir næstu ICEEP-ráðstefnu sem verður haldin í Ástralíu árið 2018. Þetta þykir mikill heiður því aðeins fremstu einstaklingar á sviði þjálfunarlífeðlisfræðirannsókna á hestum á heimsvísu komast í þennan undirbúningshóp. Þetta kemur fram á vefsíðu Háskólans á Hólum.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...