Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kúabændur vilja aukinn þunga í ímyndarmálum og kynningu á starfsgreininni
Mynd / MÞÞ
Fréttir 18. apríl 2017

Kúabændur vilja aukinn þunga í ímyndarmálum og kynningu á starfsgreininni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda fjallaði m.a. um kynningarmál og samfélagsmiðlaherferð sambandsins á aðalfundi LK á Akureyri á dögunum. 
 
Hún hóf störf hjá LK á liðnu ári og kom úr heimi ímyndar- og kynningarmála og varð strax ljóst að kúabændur vildu sjá aukinn þunga lagðan á ímyndarmál og kynningu í starfsgreininni.
 
„Í því þótti mér felast ótal tækifæri og stend föst á því. Þó umræðan í kringum búvörusamninga hafi verið ansi hörð á köflum færði hún okkur það að almenningur hefur opnað eyrun og hugann fyrir frakari umræðu um landbúnað,“ sagði Margrét.
 
Sýnileg á samfélagsmiðlum
 
Landssamband kúabænda hefur sótt fram á ýmsum miðlum, t.d. var opnaður reikningur á Twitter undir notendanafninu @isl_kyr, eða Íslenska kýrin. Þá hafa framkvæmdastjóri og formaður LK tekið að sér snapchat reikningana @ungurbondi og @reyndurbondi í þeim tilgangi að gera störf samtakanna sýnilegri auk þess að miðla fræðslu um nautgriparækt á Íslandi á nýstárlegan og aðgengilegan hátt. Þá eru samtökin einnig með síðu á Facebook sem m.a. er notuð til að deila fréttaumfjöllun um allt sem snýr að kúabúskap, starfsemi samtakanna og til að koma skilaboðum á framfæri til bænda.
 
Ferill mjólkurvara frá haga í maga
 
Að auki hefur markvisst verið unnið að því að koma forsvarsmönnum LK að í umræðunni þegar kemur að mjólkurframleiðslu, starfsumhverfi kúabænda og eða öðru er greininni viðkemur. Greinaskrif, opinber viðbrögð og viðtöl vegna ýmissa mála hafa markvisst færst í aukana á liðnu ári og stefnan að sögn Margrétar að halda þeirri þróun áfram. 
 
Greindi hún á aðalfundinum frá því að í undirbúningi væri samfélagsmiðlaherferð á vegum LK og stefnt að því að hefja hana á næstu vikum. 
 
„Verkefnið gengur út á fræðslu um starfsumhverfi kúabænda og feril mjólkurvara úr haga í maga,“ sagði hún. Efnið verður einungis ætlað til dreifingar á vefnum og aðgengilegt á heimasíðu samtakanna. Fengist hefur vilyrði fyrir því að nýta mjólkurfernur MS í kynningarskyni, sem hún sagði einn besta kynningarvettvang sem færi gæfist á. 
Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...