Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hægt er að gera góð kaup í Krónunni í matvælum sem eru að renna út á tíma.
Hægt er að gera góð kaup í Krónunni í matvælum sem eru að renna út á tíma.
Mynd / Krónan
Fréttir 24. febrúar 2017

Krónan minnkar matarsóun um 53%

Höfundur: smh

Nú fyrir skemmstu tilkynnti Krónan um að tekist hefði á einu ári að minnka matvælasóunina í verslunum sínum um 53 prósent; úr 300 tonnum matvæla niður í 140 tonn. 

Krónuverslanirnar lögðu á síðasta ári af stað með verkefni til að minnka matarsóun í sínum verslunum með því að selja matvörur sem eru að renna út á tíma á niðursettu verði.

Matarsóun er stórt vandamál um allan heim. Þriðjungi framleiddra matvæla er sóað í þessum heimi þar sem einn af hverjum níu jarðarbúum þjáist af vannæringu á degi hverjum, samkvæmt upplýsingum frá FAO, Landbúnaðar- og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Minnst matarsóun í landbúnaði

Samkvæmt nýlegum gögnum frá Umhverfisstofnun um matarsóun á Íslandi, sem eru sambærileg gögnum frá öðrum Evrópulöndum, er mesta sóun á mat hjá gististöðum og í veitingarekstri, þarnæst í matvælaframleiðslu og þá á heimilum. Þar á eftir koma skólar, heilsustofnanir, heildsala og smásöluverslanir, en minnst er sóun í landbúnaði. 

Skylt efni: matarsóun | Krónan

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...