Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skjámynd af frumgerð útlits Matarlandslagsins. Verkefnið er í vinnslu og útlitið á því eftir að breytast töluvert.
Skjámynd af frumgerð útlits Matarlandslagsins. Verkefnið er í vinnslu og útlitið á því eftir að breytast töluvert.
Mynd / Matís
Fréttir 14. febrúar 2018

Kortlagning matarlandslagsins

Höfundur: smh

Matís vinnur nú að verkefni sem felst í kortlagningu á matarlandslagi Íslands á veflægu formi. Í því felst að unnin er heildarskrá yfir frumframleiðslu á Íslandi og mun kallast Matarlandslagið á íslensku en EatIceland á ensku. Skráin mun sýna fjölda frumframleiðenda og dreifingu þeirra um landið myndrænt á vefnum og hægt verður að flokka þá eftir ýmsum breytum og skoða frekari upplýsingar um hvern þeirra.

Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna

Rakel Halldórsdóttir.

Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Matís, segir að verkefnið eigi rætur í 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni fyrir öll ríki jarðar fyrir 2030. „Ofnýting auðlinda jarðar er eitt af stóru heimsmálunum í dag, sem menn átta sig nú á að er afar áríðandi að bregðast hratt og víðtækt við.

Sameinuðu þjóðirnar settu þessi heimsmarkmið sem eiga að tryggja framtíð jarðar, lífs og mannkyns á jörðu. Okkar hlutverk á Íslandi er að vinna að sjálfbærnimarkmiðunum frá þeim grunni sem við höfum hér á landi. Í því samhengi er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því hvað stuðlar að sjálfbærni okkar og hvernig við sjálf viðhöldum, tryggjum og stuðlum að framþróun þessarar sjálfbærni í sátt við náttúruna.

Frumframleiðsla þjóða er grunnur sjálfbærni þeirra, en frumframleiðendur eru allir þeir sem tryggja okkur sjálfbærni með matarafurðum sem koma beint úr auðlindum okkar, lands og sjávar. Ísland er eyja og samfélag okkar ekki ýkja stórt, sem gerir okkur auðvelt fyrir þegar kemur að skrásetningu frumframleiðslu í landinu. Við hjá Matís höfum undanfarið unnið að gerð heildarskrár yfir frumframleiðslu á Íslandi, sem koma mun út á veflægu formi vonandi í vor,“ segir Rakel.

Myndræn og nútímaleg framsetning

„Þessari heildarskrá er ætlað að gefa heildarsýn yfir frumframleiðslu okkar og vera grunnur upplýsinga; meðal annars með tilliti til framþróunar og stefnumótunar í ljósi sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna fyrir þjóðir jarðar og Parísarsamkomulagsins. Hún mun einnig þjóna nýsköpun, framþróun og markaðsþróun í matvælaframleiðslu á Íslandi,“ segir Rakel enn fremur.

Skráin verður, að sögn Rakelar, myndræn og nútímaleg í framsetningu sem nýtist vel þegar skoðuð er heildarmynd matvælaframleiðslunnar. Það gagnist svo þegar hugað er að byggðasjónarmiðum og bættri markaðssetningu íslenskra landbúnaðarafurða. Mikilvægt sé að bregðast við væntingum samfélaga á landsbyggðinni og ferðamanna um aukið aðgengi að upplýsingum um sérkenni landsvæða hvað varðar menningu og matarhefðir. „Með skránni verður neytendum einnig gert kleift að miða neyslu sína að því að minnka neikvæð neyslutengd umhverfisáhrif, svo sem minnka kolefnissporið, taka smáskref gegn hlýnun jarðar og stuðla að vistvænna samfélagi og sjálfbærni,“ segir Rakel. 

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...