Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Erla Gunnarsdóttir í Noregi, Jóhannes Magnússon í Belgíu og Andri Ottesen í Kúveit.
Erla Gunnarsdóttir í Noregi, Jóhannes Magnússon í Belgíu og Andri Ottesen í Kúveit.
Fréttir 10. apríl 2020

Kórónutímar: Alls staðar er nóg af mat segja Íslendingar í Noregi, Belgíu og Kúveit

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Það eru ekki veruleg vandamál með aðföng og flutninga í evrópskum landbúnaði en miklar áskoranir bíða bænda vegna þess að farandverkafólk kemur ekki til starfa sökum kórónufaraldursins. Vöntun er á vinnuafli nú þegar jarðvinnsla og uppskerutími er fram undan. Í Mið-Austurlöndum eru málin tekin föstum tökum og víðast lúta íbúar útgöngubanni hluta sólarhringsins. Alls staðar er nóg af mat þó svo að framboð á ýmsum vörum hafi breyst. Þetta kemur meðal annars fram í þættinum „Í fréttum er þetta helst“ sem er hlaðvarp Bændablaðsins.

Í þættinum er haft samband við þrjá Íslendinga sem búa í þremur löndum; í Noregi, Belgíu og í Kúveit. Rætt er um daglegt líf í skugga veirunnar og hvernig faraldurinn hefur haft áhrif á matvælageirann og landbúnað.

Norðmenn svekktir að mega ekki fara í sumarbústaðinn um páskana

Erla Gunnarsdóttir býr í Harðangursfirði í Noregi ásamt fjölskyldu sinni. Þar hefur hún stundað landbúnað á síðustu árum. Ásamt því að framleiða egg og rækta epli hefur hún skrifað í Bændablaðið um margvísleg málefni.

Samfélagið í Noregi lamaðist á einum degi frá og með 13. mars þegar norsk stjórnvöld gáfu skýr skilaboð um viðbrögð og varnir við kórónuveirunni. Erla segir að yfirvöld hafi staðið sig vel og kynnt björgunaraðgerðir sem fólk treystir.

„Það sem hefur farið verst í Norðmenn er bann sem stjórnvöld settu á það að fólk notaði sumarbústaðina sína, hytturnar. Það hefur verið eitt af hitamálunum hér. Frá og með 20. apríl verður þessu banni aflétt,“ segir Erla. Hún segir að hljóðið í norskum bændum sé ágætt miðað við aðstæður en þeir hafi áhyggjur af skorti á erlendu vinnuafli sem landbúnaðurinn treystir á.

Hundruð þúsunda farandverkamanna komast ekki lönd né strönd

Daglegt líf í Brussel í Belgíu hefur tekið stakkaskiptum eins og í öðrum borgum heimsins. Jóhannes Magnússon starfar hjá Valitor á Íslandi en býr í Brussel ásamt fjölskyldu sinni. Hann segir meðal annars frá matarinnkaupum Brusselbúa og hvaða áskoranir matvælaframleiðendur í Evrópu glíma við um þessar mundir.

Jóhannes þekkir ágætlega til í Þýskalandi en þar hafa stjórnvöld áhyggjur af mönnun í landbúnaði. „Í venjulegu árferði eru hátt í fjögurhundruðþúsund farandverkamenn sem koma til starfa í Þýskalandi í landbúnaði á vorin. Brot af þeim eru í landinu þó búið sé að gera ýmsar tilslakanir á landamærum og ferðlögum þessa fólks,“ segir Jóhannes.

Þeir sem brjóta reglurnar í Kúveit er vísað úr landi

Í Kúveit er algjört útgöngubann seinni part dags og það hefur sín áhrif á daglegt líf. Fólk er mætt í biðraðir fyrir utan stórmarkaði klukkan sex á morgnana og þangað er hleypt inn samkvæmt ströngum reglum. Lögregla og her er áberandi á götunum og þeir sem ekki hlýða yfirvöldum eru umsvifalaust reknir úr landi. Andri Ottesen, sem starfar sem háskólakennari í Kúveit, segir frá daglegu lífi og matarvenjum þar í landi.

Þáttinn má hlusta á í öllum helstu hlaðvarpsveitum og í spilaranum hér undir.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...