Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Konur hafa í gegnum tíðina gjarnan haft það hlutverk að sinna mjöltum og því sem við kemur umhirðu á kúm. Karlarnir hafa frekar séð um gjafir og vélastörf.
Konur hafa í gegnum tíðina gjarnan haft það hlutverk að sinna mjöltum og því sem við kemur umhirðu á kúm. Karlarnir hafa frekar séð um gjafir og vélastörf.
Mynd / Sýningin Konur í landbúnaði í 100 ár
Fréttir 13. ágúst 2018

Konur í landbúnaði

Höfundur: Bjarni Rúnars
Staða kvenna innan landbúnaðar hefur lengi verið til umræðu og ekki að ástæðulausu. Sýnileiki kvenna innan greinarinnar er ekki til jafns við karla.  Sú birtingarmynd sem konur hafa er oftar en ekki hulin og ósýnileg hvort sem það er á bæjunum eða innan félagskerfis bænda. Þannig eru konur síður skráðar fyrir rekstri búa eða því sem við kemur rekstrinum. Á mörgum búum, sér í lagi á sauðfjárbúum, starfar annar aðilinn utan búsins og þá er yfirleitt um konuna að ræða. Undanfarin ár hefur náðst árangur í því að jafna laun karla og kvenna en það segir ekki alla söguna. Birtingarmynd kvenna er ekki sú sama og birtingarmynd karla, m.a. í því að aðeins annar aðili í hjónabandi sé skráður fyrir búrekstri. Víða flytjast konur á sveitabæi þar sem karlinn á rætur og hefur sögu. Þannig er yfirleitt leitað til karlsins um upplýsingar um jörðina og þegar fjallað er um málefni bújarðarinnar. Uppruni og aðkoma konunnar að búrekstrinum lætur þar oft í minni pokann.
 
Þessi mynd sýnir verkaskiptingu milli kynja innan búa. Mynd / Hjördís Sigursteinsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir.
 
Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur þeim sem starfa við landbúnað fækkað gríðarlega frá árinu 1991. Þá voru starfandi um 7.500 manns við landbúnað í aðal- og aukastarfi, þar af 4.800 karlar og 2.600 konur, en árið 2017 störfuðu 3.700 manns við greinina, 2.200 karlar en 1.400 konur. Þrátt fyrir þessa miklu fækkun er hlutfall karla og kvenna nokkuð svipað, þó hefur hlutfall kvenna heldur hækkað. 
 
Launajafnrétti segir ekki alla söguna
 
Í helstu stjórnum félagskerfisins hallar gríðarlega á hlutfall kvenna. Þannig eru í stjórn Bændasamtaka Íslands fjórir karlar og ein kona. Í varastjórn eru konur hins vegar í meirihluta. Í stjórn LK sitja sömuleiðis fjórir karlar og ein kona. Framkvæmdastjóri samtakanna er kona og annar varamanna í stjórn er kona. Í fagráði í nautgriparækt situr ein kona og fjórir karlar. Í stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda sitja tvær konur og þrír karlar, en formaður samtakanna er kona. Í varastjórn er engin kona og í fagráði sitja fjórir karlar og ein kona. Í stjórn Landssambands hestamannafélaga eiga sæti fjórir karlar og þrjár konur.  Í varastjórn situr ein kona og fjórir karlar. Hægt væri að halda áfram með þessa upptalningu, víðast hvar er staðan sú sama, konur eru í minnihluta.  
 
Í skýrslu Byggðastofnunar frá árinu 2015 um eignarhald kvenna í landbúnaði segir að í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 hafi kjörnir fulltrúar verið 504. Þar af hafi verið 222 konur og 282 karlar. Af þeim fulltrúum báru 23 konur og 61 karl starfsheitið bóndi og/ eða starfsheiti sem tengjast landbúnaði svo sem ráðunautur, skógfræðingur, dýralæknir o.s.frv. Ekki liggja fyrir tölur í kjölfar kosninganna nú í vor, en niðurstöður þessarar skýrslu gefa samt sem áður góða mynd af stöðu kvenna innan stéttarinnar.
 
Tvöfalt fleiri konur en karlar
 
Konur sækja í mun ríkari mæli í nám tengt landbúnaði en karlar. Skv. tölum frá LbhÍ eru skráðir nemendur við skólann 390 talsins. Af þeim eru 129 karlar (þar af 40 í BS/MS/PhD námi) og konurnar eru 261 (þar af 113 í BS/MS eða PhD námi). Konurnar eru tvöfalt fleiri en karlarnir. Hins vegar skila hlutfallslega færri konur sér til starfa innan landbúnaðarins en karlar. Þannig er meðalaldur kvenna innan landbúnaðar að hækka talsvert á milli ára en aldur karla heldur að lækka. Þannig má leiða líkur að því að ungir karlar séu frekar að taka við búskap, ýmist frá foreldrum eða sem nýliðar.  
 
Konur eru ekki síðri vélamenn en karlar, oft á tíðum mun liprari og aðgætnari
 
Ýmsum verkefnum verið ýtt úr hlaði
 
Í tímans rás hefur ýmsum verkefnum verið ýtt úr vör til að efla hlut kvenna innan landbúnaðar, s.s. Fósturlandsins freyjur, Lifandi landbúnaður og Byggjum brýr. Í úttekt sem Landssamtök sauðfjárbænda létu vinna árið 2016 um stöðu kvenna innan sauðfjárræktarinnar kemur fram að verkaskipting innan búsins sé mjög ójöfn, þ.e.a.s. vinnuframlag inni á heimili fellur yfirleitt í skaut konunnar meðan að karlinn vinnur bústörf utan heimilis. Konur finna lítið svigrúm til að vinna utan veggja heimilisins, því þær finni til ábyrgðar að sjá um matar- og kaffitíma. Sömu sögu er að segja í grein Hjördísar Sigursteinsdóttur og Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur frá árinu 2009.
 
Hvenær ætlarðu svo að ná þér í bónda?
 
Konur sem starfa í landbúnaði án þess að vera giftar eru oft spurðar að því hvenær þær ætli nú að ná sér í bónda, en sú spurning er mun síður borin upp við einstæða karla sem stunda búskap. Starfsheitið bóndi þykir yfirleitt benda til karlmanns og konur eru oft nefndar bóndakonur, þeim til mikillar gremju oft og tíðum.  Sennilega er skýringin fólgin í því að t.d. er talað um bóndadag, sem á sér hliðstæðu í konudegi, þar sem gera á vel við maka sinn með ýmsum hætti. Bóndadagurinn hefur mjög litla vísun í starfandi bændur nú til dags, heldur aðeins til karla. Starfstitillinn ætti því að vísa jafnt til kvenna og karla. 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...