Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Íslenska kokkalandsliðið fagnar gullverðlaununum.
Íslenska kokkalandsliðið fagnar gullverðlaununum.
Mynd / Kokkalandsliðið
Fréttir 26. nóvember 2018

Kokkalandsliðið vann til gullverðlauna á HM með þorsk, lamb og skyr

Höfundur: smh

Heimsmeistarakeppnin í matreiðslu var haldin í Lúxemborg um helgina og var íslenska kokkalandsliðið þar meðal þátttakenda. Í gær var tilkynnt um að íslenska landsliðið hefði unnið til gullverðlauna, en þau er til marks um fjölda stiga sem liðið vinnur sér inn. Mest er hægt að ná í 100 stig, en þau lið sem fá 91 til 100 stig hljóta gullverðlaun.

Sirloin lambasteik og meðlæti. Mynd / Kokkalandsliðið

Gullverðlaunin fengust fyrir heitu réttina þar sem útbúinn var þriggja rétta matseðill með forrétti, aðalrétti og eftirrétti og eldað frá grunni á keppnisstað fyrir 110 gesti. Kokkalandsliðið vann með alíslenskar áherslur í gegnum keppnina og lögð var mikil áhersla á sérvalið sígilt íslenskt hráefni þar sem íslenskur þorskur, íslenskt lamb og Ísey skyr var í aðalhlutverki.

Fleiri en ein þjóð geta því fengið gull og svo getur það líka gerst að enginn fái gull. Fyrir 81 til 90 stig fæst silfur og svo þannig koll af kolli. Heildarstigin verða kynnt síðar í vikunni og endanleg röð liða.

Landsliðið hefur verið í fremstu röð síðastliðin 30 ár, en heimsmeistaramótið er haldið á fjögurra ára fresti. Á síðasta heimsmeistaramóti náði liðið 5. sæti. 

Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo frá Hótel Sögu sá meðal annarra um eftirréttinn. Mynd / Kokkalandsliðið

 

 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...