Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sagan segir að tréð á myndinni hafi verið fellt árið 1890 vegna veðmáls sem var gert á fylliríi og snerist um það hvort hægt væri að koma 40 manns eða fleiri fyrir á stofni þess.
Sagan segir að tréð á myndinni hafi verið fellt árið 1890 vegna veðmáls sem var gert á fylliríi og snerist um það hvort hægt væri að koma 40 manns eða fleiri fyrir á stofni þess.
Fréttir 25. janúar 2019

Klóna forna rauðaviði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Erfðafræðingum hefur tekist að klóna og rækta græðlinga úr stubbum elstu og stærstu rauðaviðartrjánum sem er að finna Oregon-ríki í Bandaríkjunum Norður-Ameríku.

Samkvæmt frétt sem fréttaritari Bændablaðsins í San Francisco sendi fyrir skömmu hefur hópi plöntuerfðafræðinga, garðyrkjumanna og skógfræðinga tekist að klóna og rækta græðlinga af stubbum rauðaviðartrjáa, Sequoia sempervirens, sem voru felld á síðustu og þarsíðustu öld.

Trén fimm sem verið er að klóna og rækta voru sum hver um 3.000 ára gömul og rúmir 90 metrar að hæð og tíu metrar að þvermáli þegar þau voru felld.

Trén sem búið er að klóna voru valin með tilliti til stærðar og aldurs þeirra. Skógarhöggsmenn fyrr á tímum völdu yfirleitt stærstu og fallegustu trén til að fella þar sem þeir fengu mest fyrir þau. Á sama tíma var oft og tíðum verið að fella trén með besta erfðaefnið og eftir stóðu lakari einstaklingar.

Erfðaefnið sem notað var til að klóna trén fannst í lifandi vef í rótum trjánna og einstaka sinnum í lifandi rótarskotum eða greinum sem trén höfðu sent frá sér eftir að þau voru felld.

Auk þess sem erfðaefni til klónunar var tekið úr rauðaviðartré sem kallast General Sherman og er eitt af allra stærstu trjám í heimi í dag.

Búið er að gróðursetja 75 slíka græðlinga í Presidio þjóðgarðinum skammt frá San Francisco-borg þar sem þeir dafna vel. Eitt hundrað græðlingum hefur líka verið plantað í Cornwall á Bretlandseyjum í samvinnu við Eden-plöntugarðinn. Á næstu misserum stendur til að gróðursetja rauðaviðargræðlinga í að minnsta kosti níu öðrum löndum.

Trén sem um ræðir geta vaxið um allt að þrjá metra á ári og binda gríðarlega mikinn koltvísýring úr andrúmsloftinu á líftíma sínum.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...