Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kjúklingum á Indlandi gefið heimsins sterkasta sýklalyf
Fréttir 12. febrúar 2018

Kjúklingum á Indlandi gefið heimsins sterkasta sýklalyf

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alþjóðleg heilsuviðvörun hefur verið gefin út í framhaldi af því að komið hefur í ljós að kjúklingabændur á Indlandi hafa notað þúsundir tonna af sýklalyfinu colostin við eldi.

Colostin er eitt fárra sýklalyfja sem notað er gegn sýkingum þegar engin önnur lyf virka.

Indland eru eitt af stærstu matvælaframleiðslulöndum í heimi og flytja árlega út gríðarlegt magn af kjúklingakjöti. Komið hefur í ljós að árlega nota indverskir kjúklingabændur sterk sýklalyf við eldið og þar á meðal þúsundir tonna af lyfinu Colostin. Colostin er eitt fárra sýklalyfja sem notað er gegn sýkingum þegar engin önnur lyf virka og er talið að notkun þess í landbúnaði auki enn á hættuna á að fram komi svokallaðar ofurbakteríu sem eru ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum sem til eru í dag. Slíkt gæti haft skelfilegar afleiðingar og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að sýklalyfjaónæmi sé ein stærsta ógn við lýðheilsu jarðarbúa í dag.

Farmskrár sýna að gríðarlegt magn af Colostin hefur verið flutt til Indlands á síðustu árum. Á Indlandi er lyfið selt til bænda sem nota það til að fyrirbyggja sjúkdóma og sem vaxtarhvata.

Alvarleiki málsins felst í því að lyf sem ætlað var sem síðasta úrræði í baráttunni við alvarlegar bakteríusýkingar er nú notað til að auka vaxtarhraða og stærð kjúklinga. Afleiðingin gæti verið sú að lyfið verði fljótlega ónothæft til lækninga. 

Skylt efni: Indland | kjúklingabú

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...