Fréttir / Fréttir

Nýr hlaðvarpsþáttur: Víða ratað með Sveini Margeirssyni

Nýjasti þátturinn í hlaðvarpi Bændablaðsins er undir stjórn Sveins Margeirssonar matvælafræðings og doktors í iðnaðarverkfræði. Hann heitir „Víða ratað“ og mun fjalla um tækniumbyltingar, nýsköpun og þróun í landbúnaði og tengdum greinum.

Garðyrkjuskólinn að Reykjum 80 ára

Garðyrkjuskólinn að Reykjum í Ölfusi fagnar 80 ára starfsafmæli sínu á þessu ári. Það er langur tími hvort sem það er í lífi einstaklings eða skóla. Langar mig að minnast þessara tímamóta hér.

Agave er drottning eyðimerkurinnar

Agave, eða þyrnililja eins og plantan kallast á íslensku, á sér aldalanga nytjasögu í Mexíkó, suðurríkjum Norður-Ameríku og norðurríkjum Suður-Ameríku. Úr plöntum ættkvíslarinnar eru unnar trefjar til vefnaðar en hér á landi er hún líklega þekktust fyrir að vera plantan sem tekíla er unnið úr.

Jóhann R. Skúlason er knapi ársins

Jóhann Rúnar Skúlason var valinn knapi ársins á Uppskeruhátíð hestamanna sem fram fór á dögunum. Fremstu afreksknapar hér á landi sem og fremstu ræktunarbú ársins 2019 voru heiðruð á hátíðinni.

Draumurinn um landamæralausa Evrópu sagður vera úr sögunni

Þjóðverjar hafa tekið upp landamæraeftirlit á landamærum Danmerkur og Þýskalands. Í danska blaðinu BT er sagt að draumurinn um opin landamæri og frjálst flæði fólks milli ESB landa sé þar með úr sögunni.

Hýasinta – Goðalilja

Nú þegar jólamánuðurinn er hafinn eru margir farnir að huga að jólaundirbúningi. Eitt helsta jólablómið sem við þekkjum er hýasinta (Hyacinthus orientalis), sem nefnist goðalilja á íslensku. Hýasintan er ilmsterk og er ilmur hennar gjarnan tengdur við jólin.

Enginn átti von á svo víðtæku rafmagnsleysi

„Það hafa víða verið vandræði vegna rafmagnsleysis og bændur á þeim svæðum þar sem rafmagn datt út hafa mátt hafa sig alla við, þetta hefur verið mikil vinna og erfið,“ segir Arnar Árnason formaður Landssambands kúabænda og bóndi á Hranastöðum í Eyjafjarðarsveit.