Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kjalvegur. Þar er talið brýnt að bæta veginn sem er niðurgrafinn ruðningur sem verður ófær í fyrstu föl á haustin. Þá er hann eitt samfellt þvottabretti á sumrin með mikilli rykmengun sem varla er til að bæta upplifun ferðafólks og sannra náttúruunnenda.
Kjalvegur. Þar er talið brýnt að bæta veginn sem er niðurgrafinn ruðningur sem verður ófær í fyrstu föl á haustin. Þá er hann eitt samfellt þvottabretti á sumrin með mikilli rykmengun sem varla er til að bæta upplifun ferðafólks og sannra náttúruunnenda.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. október 2015

Kjalvegur, Þingeyrarvegur og vegur um Blönduós

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Markaðsstofa Norðurlands boðaði fyrir skömmu til funda um vegamál, m.a. á Norðurlandi vestra, en haldnir voru fundir á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga.
 
Á fundunum gafst ferðaþjónustuaðilum, sveitarstjórnarmönnum og öðrum sem áhuga höfðu á málefninu að koma á framfæri sínum áherslum varðandi þjónustu, viðhald og uppbyggingu vegakerfisins. Markaðsskrifstofan er tengiliður ferðaþjónustunnar á Norðurlandi við Vegagerðina.
 
Að því er fram kemur á feykir.is voru Kjalvegur, Þingeyrarvegur og vegurinn í gegnum Blönduós meðal brýnustu verkefna að mati heimamanna.Vegurinn niður að Þingeyrum er sagður mjór, holóttur og ekki mikið viðhaldinn en þar er jafnan mikill ferðamannastraumur. Vegakaflinn gegnum Blönduós og norður að gatnamótum við Þverárfjall er orðinn gamall og hættulegur, eins er brúin yfir Blöndu orðin gömul og léleg.
 
Brýnt að byggja upp Vatnsnesveg 
 
Það sem brann heitast á fundarmönnum á Hvammstanga var Vatnsnesvegurinn en þar ríður mest á úrbótum. Byggja þurfti þann veg upp en gríðarlegur fjöldi ferðamanna fer þar um, um 250 bílar á dag, yfir hásumarið.
 
Einnig var rætt um Norðurbraut, gatnamótin við Laugarbakka og planið við Hvammstanga-afleggjarann sem er of lítið. Talað var um brú yfir Norðlingafljót til þess að loka ákveðinni leið af heiðinni og vestur, niður að Húsafelli. 

Skylt efni: Vegamál

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...