Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kínverjar með tögl og halgdir í kóbaltframleiðslu heimsins
Fréttir 22. júlí 2019

Kínverjar með tögl og halgdir í kóbaltframleiðslu heimsins

Höfundur: Hörður Kristinsson

Kóbalt er undirstöðuhráefni í framleiðslu á lithium-Ion rafhlöðum ásamt efnunum mangan, nickel og lithium. Eftirspurnin eftir þessum efnum hefur aukist hröðum skrefum í takt við aukna framleiðslu á rafknúnum faratækjum.

Þar hafa Kínverjar verið að koma sér í lykilstöðu og eru nú ráðandi á heimsvísu.

Kóbalt er að mestu aukaafurð sem fæst við vinnslu á kopar og nikkel. Kínverjar hafa markviss verið að styrkja stöðu sína í vinnslu á kóbalti á liðnum árum, þó þar í landi séu einungis grafin upp um 1% af kóbalti í heiminum. Hafa þeir því bæði verið að tryggja sér námuréttindi víða um lönd og styrkja stöðu sína í fullvinnslu á kóbalti. Þannig stóðu 13 kínversk fyrirtæki fyrir um 80% framleiðslunnar í heiminum á árinu 2017 samkvæmt frétt Bloomberg í desember á síðasta ári.

Undanfarin ár hefur kóbalt verið eitt eftirsóttasta hráefnið á heimsmarkaði vegna pólitískra ákvarðana um rafbílavæðingu ökutækja. Þessi silfurblái málmur, sem er afar mikilvægur við framleiðslu á liþíum-rafhlöðum, hefur meira en tvöfaldast í verði á tiltölulega skömmum tíma, eða  allt þar til á síðasta ári. Vegna þess hafa bílaframleiðendur og tæknifyrirtæki svifist einskis í baráttunni við að tryggja aðgengi að þessum mikilvæga málmi til náinnar framtíðar. Uppgröftur á kóbalti á sér líka mjög svartar hliðar og hafa t.d. birst skuggalegar fregnir af notkun á börnum við námuvinnslu í Kongó. 

Kínverjar með 50% hlutdeild í námuvinnslu í Kongó

Áherslan á málminn hefur varpað kastljósinu á námuvinnsluna, en kóbalt er að stærstum hluta grafið upp úr námum í Lýðveldinu Kongó. Þar eru 14 stærstu námufyrirtækin með um 50% framleiðslunnar og öll eru þau í eigu Kínverja. Stærst þeirra er Tenke Fungurume sem er í eigu kínverska fyrirtækisins CMOC er með um 21% af heildarvinnslunni í landinu. Stærsta námufyrirtækið í Kongó er hinsvegar Mutanda Minings sem er með 29% af heildarvinnslunni, en það er í eigu Glencore í Sviss.

Kínverjar með 80% hlutdeild í úrvinnslu á kóbalti

Við úrvinnslu á kóbalti og efnum sem innihalda kóbalt eru Kínverjar ráðandi á heimsvísu með um 80% hlutdeild samkvæmt gögnum Darton Commodities Ltd. Þá stjórna Kínverjar meira og minna allri vinnslu á kóbaltmálmi úr málmgrýti sem kemur frá Kongó og víðar fyrir utan það sem unnið er í einni málmvinnslu í Finnlandi samkvæmt gögnum CRU Group í London. 

68% af kóbalti heimsins kemur frá Kongó

Á árinu 2017 kom meiri en tveir þriðju af öllu kóbalti í heiminum frá Kongó, eða 68%. Þá komu 5% frá Filipseyjum, 4% frá Kúbu, 4% frá Rússlandi, 3% frá Ástralíu, 3% frá Kanada, 3% frá Papua Nýju Gíneu, 3% frá Madagaskar, 2% frá Nýju Kaledóníu, frá Madagaskar, 1% frá Morokkó, 1% frá Suður Afríku, 1% frá Zambíu og 1% frá Kína.

Á endanum fer megnið af hráefninu til kínverskra fyrirtækja sem eru ráðandi á heimsvísu í fullvinnslu á kóbalti sem síðan fer til rafhlöðuframleiðslu. Þá kemur síðan fjöldi fyrirtækja við sögu við að framleiða málmblöndur úr kóbalti, nikkel og mangani sem síðan eru nýttar í rafhlöðurnar. Rafhlöðurnar fara síðan að stórum hluta til fyrirtækja eins og Samsung Electronics Co. og Volkswagen AG.

Kóbaltmálmur og kóbaltduft er þó nýtt í margvíslega aðra framleiðslu en rafhlöður. Þar má t.d. nefna málmblöndur sem m.a. eru notaðar í þotuhreyfla. 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...