Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kertanotkun veldur  eyðingu regnskóga
Fréttir 5. desember 2014

Kertanotkun veldur eyðingu regnskóga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á þessum árstíma er siður að kveikja á kertum og hafa það notalegt í skammdeginu og um jólin, en því miður eiga þessi notalegheit sína dekkri hlið.

Vinsældir pálmaolíu hafa aukist gríðarlega og hún meðal annars notuð til matvælaframleiðslu og í snyrtivöruiðnaði. Pálmaolía er líka notuð til að búa til kerti.

Kosturinn við að nota pálmaolíu í kerti er að hún er bæði ódýr og umhverfisvæn. Ókosturinn er aftur á móti sá að til þess að framleiða olíuna þarf pálmatré og til að rækta þau er gríðarlega stórum svæðum í regnskógunum eytt. Pálmatré eru gróðursett í staðinn með samsvarandi eyðingu búsvæða villtra dýra eins og til dæmis órangútaapa.

Regnskógar Indónesíu hafa orðið hvað verst úti undanfarin ár hvað þetta varðar enda landið stærsti framleiðandi pálmaolíu í heiminum. Dæmi um notkun á pálmaolíu til kertaframleiðslu er að einn stór norrænn seljandi kerta notar á ári um 32.000 tonn af pálmaolíu í framleiðslu sína af um 13.000 hekturum lands.

Búsvæðum órangúta hefur verið eytt af slíkum krafti í Indónesíu að aparnir eru jafnvel taldir vera í útrýmingarhættu þar í landi.

Norska dagblaðið VG gerði nýlega könnun í Noregi sem sýndi fram á að af 18 tegundum kerta á markaði þar innihéldu 14 pálmaolíu en tveir seljendur neituðu að gefa upp hvað væri í kertunum.

Á loftlagsráðstefnunni sem haldin var í New York skuldbundu 20 alþjóðleg matvælafyrirtæki sig til að vinna saman og með ríkjum sem framleiða pálmaolíu og finna leiðir til að bæta úr og draga þannig úr notkun hennar. Markmiðið er að samdrátturinn eigi sér stað án þess að grafa undan efnahag bænda sem lifa á framleiðslu á pálmaolíu. 

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...