Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Votviðrasamt sumar 2018 gerði kartöflubændum sunnanlands og vestan erfitt fyrir og uppskeran var mun rýrari en ella.
Votviðrasamt sumar 2018 gerði kartöflubændum sunnanlands og vestan erfitt fyrir og uppskeran var mun rýrari en ella.
Mynd / BBL
Fréttir 19. mars 2019

Kartöfluuppskeran á síðasta ári var sú lélegasta síðan 2013

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt nýjustu tölum Hag­stofu Íslands varð verulegur sam­dráttur í framleiðslu á útiræktuðu grænmeti á Íslandi á síðasta ári. Var kartöfluuppskeran m.a. sú minnsta síðan 2013. Virðist sá samdráttur vera að nokkru í takt við óvenju votviðrasamt tíðarfar. 
 
Á síðasta ári fengust 6.020 tonn af kartöflum upp úr görðum íslenskra bænda. Í kartöfluræktinni hafa einungis þrjú ár frá 1977 verið með minni uppskeru. Það var 2013 þegar uppskeran var 6.000 tonn, árið 1993 þegar uppskeran var 3.913 tonn og 1983, en þá var uppskeran aðeins 3.561 tonn. 
 
Talsvert undir 41 árs meðaltali
 
Á síðustu 42 árum, eða frá 1977, hafa verið framleidd til sölu á Íslandi 433.306 tonn af kartöflum, eða 10.317 tonn að meðaltali á ári. Hefur kartöfluframleiðslan aldrei náð því meðaltali eftir 2010 þegar framleiðslan var 12.460 tonn. 
 
Mest framleiðsla 1994 
 
Mest var kartöfluframleiðslan á þessu tímabili 1994, eða 19.459 tonn í kjölfar mikils hrunárs í framleiðslunni þegar framleiðslan fór eins og áður sagði í  3.561 tonn. Árið þar á undan, eða 1992, var framleiðslan 14.300 tonn svo dýfan fyrir framleiðendur var gríðarleg.
 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...