Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fyrstu ferðamenn vetrarins sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break lentu á Akureyrarflugvelli í vikunni. Alls verða 29 ferðir milli Akureyrar og Bretlands og farþegar um 4500 talsins.
Fyrstu ferðamenn vetrarins sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break lentu á Akureyrarflugvelli í vikunni. Alls verða 29 ferðir milli Akureyrar og Bretlands og farþegar um 4500 talsins.
Mynd / Isavia/Auðunn Níelsson
Fréttir 11. desember 2018

Kærkomin innspýting í ferðaþjónustu norðan heiða

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Fyrstu ferðamenn vetrarins sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break lentu á Akureyrarflugvelli í vikunni.

Flugferðirnar verða alls 29 í vetur og í hverri ferð verða sæti fyrir 200 manns. Þessi innspýting er því afar kærkomin fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi, eins og sást síðasta vetur.

Félagið Titan Airways sér um flugið  og notar eina af stærri vélum félagsins, Airbus A321 til verksins.

„Við erum hæstánægð með að vera komin aftur til Norðurlands fyrir fyrsta flug vetrarins,” segir  Chris Hagan, hjá Super Break í tilkynningu sem Markaðsskrifstofa Norðurlands sendi frá sér af þessu tilefni.

Fyrsta flugið var frá Exeter, einum af þeim 18 flugvöllum sem flogið verður frá í þessum 29 ferðum, en einnig verður m.a. flogið frá Inverness, Isle of Man, Jersey, Derry, Newquay og London Southend. Um 4500 ferðamenn eru væntanlegir á vegum Super Breaks frá desember og fram í mars en félagið vinnur í nánu samstarfi við Markaðsskrifstofu Norðurlands, Isavia og Titan Airways við þetta verkefni.

Heimamönnum býðst að kaupa flugsæti til Bretlands, en það skapar í fyrsta sinn tækifæri á beinum tengingum við hin ýmsu héruð Bretlands sem ekki hafa áður verið í boði.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...