Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Umsóknarfrestur vegna jarðabótastyrkja er til 10. september.
Umsóknarfrestur vegna jarðabótastyrkja er til 10. september.
Mynd / JE
Fréttir 19. ágúst 2016

Jarðræktarstyrkir til bænda taka brátt breytingum

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Umsóknarfrestur vegna styrkja vegna jarðræktar og hreinsunar affallsskurða rennur út 10. september 2016, eða eftir um mánuð. Bændur sem hyggjast sækja um þessa styrki eru vinsamlega beðnir um að ganga frá umsóknum sem allra fyrst, segir í tilkynningu frá Búnaðarmálaskrifstofu Matvælastofnunar.
 
Nýr rammasamningur ríkis og bænda
 
Í nýjum búvöru- og rammasamningi bænda og ríkisins, sem er til meðferðar á Alþingi, er ekki gert ráð fyrir frekari styrkjum vegna stórra affallsskurða, og því er þetta sennilega í síðasta skipti sem styrkir vegna þeirra verða veittir.
 
Í nýjum rammasamningi ríkis og bænda hækka jarðræktarstyrkir verulega sem og nýr styrkur, landgreiðslur, bætist við. Landgreiðslur skulu greiddar út á allt ræktað land sem og uppskorið til fóðuröflunar, en ekki er greitt út á land sem eingöngu er nýtt til beitar. Uppskeruskráning er kvöð. 
Þá bætist við heimild til að greiða stuðning vegna ágangs álfta og gæsa á ræktunarlöndum bænda og einnig verða veittir jarðræktarstyrkir vegna útiræktunar á grænmeti. Upphæð jarðræktarstyrkja árið 2017 er 369 milljónir króna og landgreiðslna 247 milljónir króna. 
 
Að sögn Búnaðarmálaskrifstofu Mast er rétt að hafa þann fyrirvara á þessu að þó að tveir ráðherrar í ríkisstjórninni hafi skrifað undir samninga við bændur þá hefur Alþingi ekki afgreitt viðeigandi lagabreytingarnar svo þeir geti tekið gildi. 
Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.