Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur 2018
Fréttir 14. desember 2018

Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur 2018

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur fyrir uppskeruárið 2018 hafa verið greiddar út til bænda.

Alls bárust 1531 umsókn um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þetta árið. Landgreiðslur voru veittir vegna 76.587 ha á 34.667 spildur. Greitt einingaverð landgreiðslna er 3.313 kr/ha. Jarðræktarstyrkir voru veittir vegna 10.238 ha sem skiptust niður á 4.440 ræktunarspildur. Greitt einingaverð jarðræktarstyrks er 37.946 kr/ha.

Fjöldi ha í ræktun sem sótt var um jarðræktarstyrk fyrir skiptast á eftirfarandi hátt eftir tegundum:

Garðrækt 
(ha) 

Gras
(ha) 

Grænfóður
(ha) 

Korn
(ha) 

Olíujurtir
(ha)

Alls
(ha)

563

3.143

3.962

2.473

97

10.238

 

Styrkþegar geta nálgast rafrænt yfirlit yfir greiðslur inni á Bændatorginu í valmynd undir lið sem heitir Rafræn skjöl > Bréf.

Reiknireglur

Skv. III. KAFLA reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1180/2017 eru framlög vegna jarðræktarstyrks greidd á hvern hektara (ha) fyrir hvert bú og taka mið af heildarfjölda ha sem sótt er um. Fjöldi ha sem sótt er um skerðist í samræmi við eftirfarandi:

Fjöldi ha sem sótt er um

Stuðull umsóttra ha

1-30 ha

1,0

31-60 ha

0,7

61> ha

0,4

 

Framangreind stærðarmörk eru 2,5 sinnum hærri á svínabúum.

Framlög vegna landgreiðslna taka mið af heildarfjölda ha sem sótt er um og deilast jafnt út á þá ha sem sótt er um stuðning fyrir.

 

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...