Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Íslenskt lambakjöt á faraldsfæti
Fréttir 9. mars 2015

Íslenskt lambakjöt á faraldsfæti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsvert kynningarstarf hefur verið unnið á íslensku lambakjöti erlendis undanfarnar vikur og mánuði.  Lambakjöt er aftur komið á markað á Spáni og mörg stór tækifæri sem bíða í Kína.

Síðastliðið haust voru 300 tonn af lambakjöti og 40 tonn af ærkjöti flutt til Spánar en markaður þar fyrir íslenskt kjöt hefur verið í ládeyðu frá árinu 2012. Lambakjötið er selt undir merkjum Iceland Lamb og fæst meðal annars í verslunum Carrefour.

Icecorpo var með í bás á Prodexpo-vörusýningunni sem  haldin var í Moskvu 9.–14. febrúar síðastliðinn þar sem lögð var áhersla á að kynna íslenskt lambakjöt ásamt fleiri íslenskum vörum.

Auk þessa var staðið fyrir mikilli kynningu í íslenska sendiráðinu í Moskvu þar sem yfir 60 manns komu og gæddu sér á íslenskum mat sem kokkurinn Friðrik Sigurðsson sá um að matreiða.

Ágúst Andrésson hjá Kaupfélagi Skagfirðinga segir að þrátt fyrir erfiða tíma í Rússlandi gangi vel að markaðssetja og kynna íslenskar afurðir þar og að Rússar taki þeim ákaflega vel.

Um svipað leyti, 10. febrúar,  fór fram kynning á íslenskum afurðum í Hong Kong. Kynningin var haldin  á Manhattan Grill & Bar og lögð áhersla á dýrari hluta lambsins, auk bleikju, svínakjöts og humarsúpu. 

Ágúst segir að stefnt sé að því að senda út fyrstu sendinguna af þessum vörum til Hong Kong með vorinu og fylgja þeim eftir  með frekari kynningum.

„Ísland getur flutt sínar landbúnaðarafurðir inn á Hong Kong-markað og eru spennandi tækifæri fyrir verðmeiri vörur inn á þann markað. Hvað Kína varðar  eru ókláruð vottorð þannig að fríverslunarsamningur komist að fullu í gagnið og þar bíða okkur mörg og stór tækifæri,“ segir Ágúst.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...