Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ingibjörg Finnbogadóttir, fatahönnuður og viðskiptafræðingur og Dögg Hjaltalín viðskiptafræðingur við rekka af lambapelsinum NORA.
Ingibjörg Finnbogadóttir, fatahönnuður og viðskiptafræðingur og Dögg Hjaltalín viðskiptafræðingur við rekka af lambapelsinum NORA.
Fréttir 10. febrúar 2016

Íslenski lambapelsinn NORA kominn í sölu

NORA, pels sem er alfarið hannaður og framleiddur hér á landi úr íslenskum gærum, er kominn í sölu á Epal og á heimasíðu NORA, www.nora.is. 
 
NORA-pelsinn er framleiddur úr íslenskum gærum, sem eru sútaðar í Loðskinni á Sauðárkróki. Ingibjörg Finnbogadóttir hannar pelsana og þeir eru saumaðir á verkstæði NORU í Bygggörðum á Seltjarnarnesi. Fyrsti hluti framleiðslunnar, sem er eingöngu hvítir pelsar, var framleiddur úr gærum frá Norðlenska sem styrkti framleiðsluna. Næsta skref er svo að bæta við fleiri litum og sniðum. 
 
Hugmyndin á bakvið NORA er að endurvekja velgengni íslenska lambapelsins, sem var vinsæl flík hér á landi fyrir nokkrum áratugum. Einnig er horft til þess að auka verðmæti íslenskra gæra með því að gera eftirsóknarverða flík úr þessu góða og hlýja hráefni. 
 
Stofnendur NORA eru Ingibjörg Finnbogadóttir, fatahönnuður og viðskiptafræðingur og Dögg Hjaltalín viðskiptafræðingur. 

3 myndir:

Skylt efni: lambapels

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...