Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sindri Guðbrandur Sigurðsson og Ísak Aron Jóhannsson einbeittir að störfum í gær.
Sindri Guðbrandur Sigurðsson og Ísak Aron Jóhannsson einbeittir að störfum í gær.
Mynd / Kokkalandsliðið
Fréttir 18. febrúar 2020

Íslenska kokkalandsliðið fékk aftur gull á Ólympíuleikunum í matreiðslu í gær

Höfundur: smh

Íslenska kokkalandsliðið vann aftur til gullverðlauna á á Ólympíuleikum í matreiðslu í Stuttgart í Þýskalandi í gær, þegar keppt var í heita matnum (hot kitchen).

Íslenska landsliðið hefur því fengið tvenn gullverðlaun út úr báðum keppnum sínum, en það fékk líka gull fyrir flokkinn Chef´s table frá því á laugardaginn.

Er nú beðið tilkynningarinnar á morgun um það hvaða lið stendur uppi með flest heildarstigin út úr keppnunum tveimur, en það lið verður krýnt Ólympíumeistarar kokkalandsliða. Íslenska liðið er í vænlegri stöðu þar sem einungis sænska landsliðið hefur einnig fengið gullverðlaun út úr báðum keppnum.

Í gær var eldað frá grunni á keppnisstað, samkvæmt þriggja rétta matseðli fyrir 110 manns. Íslenskt hráefni var þar í aðalhlutverki; meðal annars íslensk bleikja, íslenskt lamb og skyr.

Heildarúrslitin verða tilkynnt í fyrramálið, en nánari upplýsingar um stöðuna í landsliðskeppninni má finna á vef keppninnar.

Kokkalandsliðið skálar eftir seinni keppnisdaginn í gær.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...