Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Íslenska geitin samþykkt inn í Presidia
Mynd / smh
Fréttir 11. febrúar 2016

Íslenska geitin samþykkt inn í Presidia

Höfundur: smh
Nýverið tilkynnti stofnun Slow Food-hreyfingarinnar um líffræðilegan fjölbreytileika að íslenska geitin hefði verið samþykkt inn í verkefni á þeirra vegum sem heitir Presidia. 
 
Snigillinn, merki
Slow Food-hreyfingarinnar.
Það felst meðal annars í því að vernda og styðja við gæða matvælaframleiðslu sem er í hættu að leggjast af, verndar einstök héruð og svæði, endurheimtir hefðbundnar vinnsluaðferðir, stendur vörð um upprunaleg búfjárkyn og staðbundnar plöntutegundir. Fyrir í Presidia-verkefni hjá Slow Food er íslenska skyrið.
 
Með skráningu í Presidia öðlast skyrið og geitin viðurkenningu á sínum gildum og mikilvægi innan Slow Food-hreyfingarinnar, sem hefðbundin vinnsluaðferð og upprunalegt búfjárkyn. Verkefnin verða hluti af alþjóðlegu tengslaneti Presidia og Slow Food vekur á þeim athygli. Stærð Slow Food-hreyfingarinnar hefur vaxið mjög á undanförnum árum með tilheyrandi vaxandi áhrifum. 
 
Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, hefur haft veg og vanda að umsóknarferlinu fyrir geitina, ásamt Jóhönnu B. Þorvaldsdóttir, geitfjárræktanda á Háafelli, Sif Matthíasdóttur, formanni Geitfjárræktarfélags Íslands og geitabónda í Hrísakoti – auk Dominique Plédel Jónsson, formanns Slow Food Reykjavík.
 
Verkefnið samanstendur af sjö geitfjárbændasamfélagi undir merkjum Geitfjárræktarfélags Íslands; Jóhanna B. Þorvaldsdóttur, Háafelli, Sif Matthíasdóttir, Hrísakoti, Bettina Wunsch, Brautartungu, Sigrún Jónsdóttir, Stóra-Hálsi, Birna K. Baldursdóttir, Eskiholti II, Ágúst Óli Leifsson og Íris, Felli, Sigrún Indriðadóttir, Stórhóli og Þórarinn Leifsson, Keldudal. 
 
Geitfjárræktarfélag Íslands var stofnað árið 1991 og varð aðili að Bændasamtökum Íslands síðasta vor. 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...