Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sandholt fékk gull árið 2014.
Sandholt fékk gull árið 2014.
Mynd / smh
Fréttir 8. október 2019

Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki

Höfundur: smh

Askurinn, Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki, verður haldin 19.-21. nóvember næstkomandi.

Keppnin felur í sér að framleiðendur fá faglegt mat á gæði vörunnar og eru verðlaun veitt fyrir þær vörur er þykja skara fram úr. Gullverðlaunahafi er jafnframt Íslandsmeistari í viðkomandi flokki.

Keppni í matarhandverki var haldin í fyrsta sinn haustið 2014 í samstarfi Matís og Ný norræn matvæli (Ny Nordis Mad),  þar sem 110 vörur kepptu í átta matvöruflokkum frá öllum Norðurlöndunum.

Keppt er í 6 keppnisflokkum:

  • Mjólkurvörur
  • Kjöt
  • Fiskur & sjávarfang
  • Bakstur
  • Ber, ávextir og grænmeti
  • Nýsköpun í matarhandverki

Skráning í keppnina fer fram hér. Skráningu lýkur 4. nóvember. Hver þátttakandi má skrá eins margar vörur og hann vill í hvaða flokk sem er. Keppnisvörur skal afhenda ekki síðar en á hádegi 19. nóvember hjá Matís, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík. Úrslit keppninnar verða tilkynnt á Matarhátíð á Hvanneyri 23. nóvember kl 14:00.

Að keppninni stendur Matís ohf í samstarfi við Sóknaráætlun Vesturlands, Markaðsstofu Vesturlands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Matarauð Íslands.

Nánari upplýsingar um keppnina má finna á skráningarsíðu Asksins 2019.

Klaus Kretzer var sigursæll með pylsurnar sínar, gerðar úr ærkjöti, þegar keppnin var haldin síðast árið 2014.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...